Rannsóknarskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þýska rannsóknarskipið Planet.

Rannsóknarskip er skip sem er útbúið til rannsókna á hafi úti. Oft eru slík skip með rannsóknarstofur og aðra aðstöðu til rannsókna innanborðs og eru auk þess búin sérhæfðum rannsóknartækjum. Dæmi um slík skip eru hafrannsóknarskip, mælingaskip, olíuleitarskip og ísrannsóknarskip. Fræg rannsóknarskip eru til dæmis HMS Beagle, Pourquoi pas?, USCGC Polar Star og MV Xue Long.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.