RVK bruggfélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

RVK bruggfélag (RVK Brewing Co.) er íslenskur drykkjaframleiðandi, örbrugghús og bruggstofa.[1] Fyrirtækið var stofnað í apríl 2017.

Félagið hefur framleitt yfir 60 tegundir. Með helstu bjórtegundunum eru jólabjór og kanilsnúðabjór sem framleiddur var í samstarfi við Brauð&Co.[2]

Eigandi er Sigurður Pétur Snorrason,[3] meðeigendur eru Valgeir Valgeirsson bruggmeistari og Einar Örn Sigurdórsson markaðs- og vörumerkjastjóri. Fyrirtækið stendur árlega fyrir Bjórhlaupi RVK sem er víðavangshlaup með drykkjarstöðvum þar sem hlauparar verða að klára einn bjór áður en þeir geta hlaupið áfram.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Valgeir Valgeirsson ráðinn bruggmeistari RVK Brewing Co.
  2. Grein á mbl.is um RVK Brewing Co. og Kanilsnúðabjórinn Co&Co
  3. „Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum – Vísir“. visir.is. Sótt 27. ágúst 2019.
  4. „Bjórhlaup í Nauthólsvík“. K100. Sótt 27. ágúst 2019.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]