Rósroði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rósroði (lat. rosacea) er langvinnt heilkenni með ólíkum birtingarmyndum [1]. Roðinn birtist á nefi, höku, enni og kinnum.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Algeng einkenni heilkennisins eru:

  • Hörundsroði
  • Háræðaslit
  • Roðaköst
  • Nabbar
  • Graftarbólur
  • Hnúskar svo sem brennivínsnef
  • Brunatilfinning
  • Sviða- og stungutilfinning
  • Bjúgur
  • Þurrkur
  • Augneinkenni og teikn

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Ein flokkun skiptir rósroða í 4 undirgerðir og eitt afbrigði [2]:

  • Hörundsroðaháræðaslit
  • Nabbar og graftarbólur
  • Hnúskakvillar
  • Augu
  • Afbrigði: Holdgunarhnúðar án bólgu

Orsakir[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er vitað hvað veldur sjúkdóminum en vissir þættir eru þekktir að því að geta framkallað hann og má þar nefna [3] [4]:

  • Sól
  • Tilfinningalegt álag
  • Heitt eða kalt veður
  • Vind
  • Áreynslu
  • Áfengi
  • Kryddaðan mat
  • Sumar húðvörur
  • Heita drykki
  • Vissar snyrtivörur
  • Sum lyf svo sem útvortis sterar, níacín og beta-blokkerar
  • Mjólkurvörur

Greining[breyta | breyta frumkóða]

Við læknisfræðilega greiningu og flokkun rósroða er hægt að styðjast við nálgun sem byggir á svipgerðum sjúkdómsins [5]. 2 svipgerðir eru álitnar geta gefið beina greiningu rósroða:

  1. Viðvarandi miðlægur roði í andlitinu tengdur tímabundnum versnunum vegna mögulegra framkallandi þátta. Skyndileg roðaköst styðja greiningu á meðan brunatilfinning í húðinni gerir það síður.
  2. Hnúskakvillar. Styðjandi þættir greiningar eru nabbar og graftarbólur, háræðaslit og eftirfarandi birtingamyndir augneinkenna: æðaslit á brúnum augnloka, hvarmabólga, glærubólga, tárubólga og hvítu- og glærubólga. Stingandi tilfinning í húð, bjúgur og tilfinning um þurrk eru síður styðjandi greininguna.

Rósroði er algengari hjá konum að undanskylinni hnúskakvillagerðinni og fólk eftir þrítugt er líklegra að fá rósroða [6] [7].

Helstu mismunagreiningar (e. differential diagnosis) eru: [8]

  • Þrymlabólur [9]
  • Bráðir rauðir úlfar í húð
  • Alnæmi
  • Æðasarkmein
  • Háþrýstingur
  • Serótónínheilkenni
  • Langvinn húðbólga vegna sólar
  • Rosai–Dorfman sjúkdómur
  • Demodex hárslíðursbólga
  • Húðvöðvabólga
  • Eósínfíkinn holdgunarhnúður
  • Hárslíðursbólga
  • Glúkagónæxli
  • Andlitsholdgunarhnúður
  • Haber's heilkenni
  • Algengir rauðir úlfar
  • Sogæðabjúgur
  • Mastfrumnager
  • Blönduð bandvefstruflun
  • Blandað andlitshúðbólguástand
  • Hörundskröm
  • Perioral dermatitis
  • Krómfíklaæxli
  • Lyfjaljósviðkvæmni
  • Blóðríki
  • Margbreytileg ljósútþot
  • Endurtekin heimakoma
  • Sarklíki
  • Flösuexem
  • Svitakirtlaæxli
  • Sveppasýking í andliti
  • Hárhúðþekjuæxli
  • Sink skortur

Meðferð[breyta | breyta frumkóða]

Ýmsar meðferðir hafa verið reyndar en lykilhlutverki þjónar eftirfarandi [10]:

  • Mildir húðhreinsar og rakagjafar.
  • Að aftra því að útfjólublátt ljós komist inn í húðina m.a. með sólarvörn.
  • Fyrir mildan og meðalbólginn rósroða er fyrsta meðferð metrónídazól eða azelaic-sýra.
  • Brímónídín gegn þrálátum roða.
  • Útvortis ívermectín gegn nöbbum og graftarnöbbum.
  • Doxýcýklín í skömmtum undir bakteríudrepandi virkni gegn nöbbum og graftarnöbbum. Slík meðferð með útvortis azelaic-sýru og metrónídazól gegn meðal mikilli eða mikilli bólgu eða gegn mildum bólgubreytingum sem hafa ekki svarað upphaflegri meðferð.
  • Mildur augnrósroði krefst hreinlætis varðandi augnlok og útvortis sýklalyfja svo sem metrónídazóls eða erýtrómýcíns.
  • Útvortis cýklósporíndropar fyrir augu hafa meiri virkni en gervitár gegn mildum augnrósroða.
  1. Útvortis [11] [12]:
    • Metrónídazól
    • Azelaicsýra
    • Súlfacetamíd/brennisteinn
    • Brímónídín
    • Ivermectín
    • Permetrín
    • Benzoyl peroxíð
    • Klindamýcín
    • Erýtrómýcín
    • Pímecrólimus
    • Tretínoín
    • Oxymetazolín
    • Cyclósporín
  2. Meðferð með ljósgjafa. Laserljós er notað til að eyða æðum eða þá ljós sem kallast IPL (e. intense pulsed light) og veitt er með lampa. Lasermeðferð er meðmælt til að mehöndla háræðar og brennivínsnef [13]. IPL ljós er áhrifaríkt og öruggt til meðferðar rósroða [14]. Bylgjulengd er valin sem rauður litur dregur til sín og þannig dregur rauður litur rauðra blóðkorna sértækt til sín ljósið í æðum sem verið er að eyða með meðferðinni. IPL ljós af bylgjulengdum 540-950nm er öruggt og áhrifaríkt gegn roða vegna rósroða [15].
  3. Innvortis [16]: Doxýcýklín, tetracýklín, mínócýklín, metrónídazól, azitrómýcín, erýtrómýcín og ísótretínóín eru allt lyf sem notuð eru til meðferðar rósroða.

Faraldsfræði[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir hafa sýnt algengi vera 2-22% hjá fólki með ljósan hörundslit [12].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Rósroði“. Útlitslækning. Sótt 13. júní 2022.
  2. Wilkin, Jonathan; Dahl, Mark; Detmar, Michael; Drake, Lynn; Feinstein, Alvan; Odom, Richard; Powell, Frank (2002-04). „Standard classification of rosacea: Report of the National Rosacea Society Expert Committee on the Classification and Staging of Rosacea“. Journal of the American Academy of Dermatology. 46 (4): 584–587. doi:10.1067/mjd.2002.120625. ISSN 0190-9622. PMID 11907512.
  3. Kligman, Albert M. (2004). „A personal critique on the state of knowledge of Rosacea“. Dermatology (Basel, Switzerland). 208 (3): 191–197. doi:10.1159/000077298. ISSN 1018-8665. PMID 15118366.
  4. Cohen, Aaron F.; Tiemstra, Jeffrey D. (2002-05). „Diagnosis and treatment of rosacea“. The Journal of the American Board of Family Practice. 15 (3): 214–217. ISSN 0893-8652. PMID 12038728.
  5. Tan, J.; Almeida, L. M. C.; Bewley, A.; Cribier, B.; Dlova, N. C.; Gallo, R.; Kautz, G.; Mannis, M.; Oon, H. H. (2017-02). „Updating the diagnosis, classification and assessment of rosacea: recommendations from the global ROSacea COnsensus (ROSCO) panel“. The British Journal of Dermatology. 176 (2): 431–438. doi:10.1111/bjd.15122. ISSN 1365-2133. PMID 27718519.
  6. Rainer, Barbara M.; Fischer, Alexander H.; Luz Felipe da Silva, Dimitre; Kang, Sewon; Chien, Anna L. (2015-10). „Rosacea is associated with chronic systemic diseases in a skin severity-dependent manner: results of a case-control study“. Journal of the American Academy of Dermatology. 73 (4): 604–608. doi:10.1016/j.jaad.2015.07.009. ISSN 1097-6787. PMID 26256428.
  7. Spoendlin, J.; Voegel, J. J.; Jick, S. S.; Meier, C. R. (2012-09). „A study on the epidemiology of rosacea in the U.K“. The British Journal of Dermatology. 167 (3): 598–605. doi:10.1111/j.1365-2133.2012.11037.x. ISSN 1365-2133. PMID 22564022.
  8. Anzengruber, F.; Czernielewski, J.; Conrad, C.; Feldmeyer, L.; Yawalkar, N.; Häusermann, P.; Cozzio, A.; Mainetti, C.; Goldblum, D. (2017-11). „Swiss S1 guideline for the treatment of rosacea“. Journal of the European Academy of Dermatology and Venereology: JEADV. 31 (11): 1775–1791. doi:10.1111/jdv.14349. ISSN 1468-3083. PMID 28833645.
  9. Williams, Hywel C.; Dellavalle, Robert P.; Garner, Sarah (28. janúar 2012). „Acne vulgaris“. Lancet (London, England). 379 (9813): 361–372. doi:10.1016/S0140-6736(11)60321-8. ISSN 1474-547X. PMID 21880356.
  10. Oge', Linda K.; Muncie, Herbert L.; Phillips-Savoy, Amanda R. (1. ágúst 2015). „Rosacea: Diagnosis and Treatment“. American Family Physician. 92 (3): 187–196. ISSN 1532-0650. PMID 26280139.
  11. Del Rosso, James Q.; Thiboutot, Diane; Gallo, Richard; Webster, Guy; Tanghetti, Emil; Eichenfield, Larry; Stein-Gold, Linda; Berson, Diane; Zaenglein, Andrea (2013-12). „Consensus recommendations from the American Acne & Rosacea Society on the management of rosacea, part 2: a status report on topical agents“. Cutis. 92 (6): 277–284. ISSN 2326-6929. PMID 24416742.
  12. 12,0 12,1 Spoendlin, J.; Voegel, J. J.; Jick, S. S.; Meier, C. R. (2012-09). „A study on the epidemiology of rosacea in the U.K“. The British Journal of Dermatology. 167 (3): 598–605. doi:10.1111/j.1365-2133.2012.11037.x. ISSN 1365-2133. PMID 22564022.
  13. Abokwidir, Manal; Feldman, Steven R. (2016-09). „Rosacea Management“. Skin Appendage Disorders. 2 (1–2): 26–34. doi:10.1159/000446215. ISSN 2296-9195. PMC 5096126. PMID 27843919.
  14. Svyatenko, T.; Starostina, O. (2015-06). „[New opportunities of ipl-therapy in complex treatment of the rosacea vascular forms]“. Georgian Medical News (243): 62–66. ISSN 1512-0112. PMID 26087733.
  15. Liu, Jianjun; Liu, Junlian; Ren, Yingyun; Li, Bin; Lu, Shichao (2014-12). „Comparative efficacy of intense pulsed light for different erythema associated with rosacea“. Journal of Cosmetic and Laser Therapy: Official Publication of the European Society for Laser Dermatology. 16 (6): 324–327. doi:10.3109/14764172.2014.957218. ISSN 1476-4180. PMID 25151911.
  16. Del Rosso, James Q.; Thiboutot, Diane; Gallo, Richard; Webster, Guy; Tanghetti, Emil; Eichenfield, Lawrence F.; Stein-Gold, Linda; Berson, Diane; Zaenglein, Andrea (2014-01). „Consensus recommendations from the American Acne & Rosacea Society on the management of rosacea, part 3: a status report on systemic therapies“. Cutis. 93 (1): 18–28. ISSN 2326-6929. PMID 24505581.