Rósroði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Svæði á andlitinu þar sem rósroði kemur fyrir
Rósroði

Rósroði (lat. rosacea) er bólgusjúkdómur í andlitinu sem byrjar venjulega á miðjum aldri og einkennist af háræðaútvíkkun, roða, nöbbum og graftarbólum sem eru gjarnan miðju andliti, á kinnar, nef, höku og enni. Til er afbrigði sem er afmarkað við nefið og sem leiðir stundum til stækkunar á því en þetta ástand var kallað “brennivínsnef” eða hnúskanef. Flestir sem fá rósroða eru ljósir yfirlitum. Einkenni rósroða líkjast oft rauðum úlfum. Ástæður sjúkdómsins eru óþekktar en þættir sem framkalla oft roðann eru líkamlegt eða andlegt álag, veðrabrigði, hiti, kuldi, sól, kryddaður matur og vín.


Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.