Rígur Dassler-bræðra
Rígur Dassler bræðra var langvarandi rígur á milli bræðranna Adolf Dassler stofnanda Adidas og Rudolf Dassler stofnanda Puma. Á yngri árum ráku þeir bræður saman skóverksmiðju en eftir seinni heimstyrjöldina ákváðu þeir að skipta fyrirtækinu í tvennt og ráku sitthvort vörumerkið. Adolf nefndi fyrirtækið sitt Adidas sem er stytting á nafninu hans en Rudolf nefndi fyrirtækið sitt Puma þar sem hann hafði mikið dálæti af fjallaljónum. Rígur þeirra bræðra var oft til umræðu og eitt alræmdasta augnablikið var þegar Armin Dassler sonur Rudolf Dassler gerði skósamning við Pelé fyrir heimsmeistaramót karla í knattspyrnu 1970 en hann hafði stuttu áður gert samning við frænda sinn Horst Dassler (son Adolf Dassler) um að fyrirtækin myndu ekki bjóða Pelé samning en það átti að vera lausn á hatrammri deilu fyrirtækjanna.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „The rivalry between adidas and PUMA through Pele's boots“. nss sports (enska). Sótt 15. desember 2024.