Pétur Bürcher
Útlit
Pétur Bürcher, (upphaflega Pierre Bürcher) (20. desember, 1945 var biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Íslandi 2007-2015. Pétur er ættaður úr Fiescherdalnum í Oberwallis í Sviss, hann var vígður til prests í Genf 27. mars 1971, skipaður aðstoðarbiskup í Lausanne-Genf og Fribourg 3. febrúar 1994, skipaður stjórnandi biskupsdæmisins í Reykjavík 30. október 2007 af Benedikt XVI[1] og settur í embætti 15. desember 2007.
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvitnun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Holy See Press Office, Daily Bulletin of 30.10.2007, Rinunce e nomine, Rinuncia del Vescovo di Reykjavik (Islanda) e nomina del successore“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júlí 2009. Sótt 7. september 2008.
Fyrirrennari: Jóhannes Gijsen |
|
Eftirmaður: Davíð Tencer |