Prehnít

Prehnít er háhitasteind.
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Myndar smáar hnöttóttar, glerljáandi kristalþyrpingar. Fjölgræn, hvít eða gráleit á lit.
- Efnasamsetning: Ca2Al2Si3O10(OH)2
- Kristalgerð: Rombísk
- Harka: 6-6½
- Eðlisþyngd: 2,9
- Kleyfni: Greinileg
Myndun og útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]
Finnst í basísku bergi í megineldstöðvum eða rofnum háhitasvæðum. Byrjar að myndast við 250°C hita og finnst neðarlega í háhitabeltinu.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2