Fara í innihald

Preacher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Preacher er myndasögusería, skrifuð af Garth Ennis og teiknuð af Steve Dillon. Aðalpersónan, Jesse Custer, er fyrrverandi predikari sem býr í Texas og verður andsetin af „Genesis“ sem er afkvæmi engils og djöfuls. Guð er hættur störfum í himnaríki og allt virðist vera að fara úr böndunum, því svo virðist sem að Genesis eigi eftir að valda heimsenda. Jesse, sem hefur enga hugmynd um þetta enn, fer í leiðangur um Bandaríkin að leita svara. En nokkrir vilja hann feigan, s.s. Arseface og Saint of Killers.

Preacher-myndasögurnar eru blanda af vestra-, hryllings-, glæpa- og „fucked-up-strange“-söguþræði.

Arseface er erkióvinur Jessi Custer. Hann er sonur lögreglustjórans sem að Jessi varð óbeint að bana, þegar hann skipaði honum að hafa mök við sjálfan sig, sem olli því að reðurinn varð ónothæfur og hann framdi því sjálfsmorð. Arseface kennir Jessi um og heitir þess að drepa hann. Hann er kallaður Arseface sökum þess hvað hann er afmyndaður í andlitinu (sem veldur einnig alvarlegum málgalla). Afmyndun þessi stafar af því að í kjölfar þess að Kurt Kobain framdi sjálfsmorð, gerði Arseface heiðarlega tilraun til hins sama, en tókst ekki betur en að skjóta framan af andlitinu á sér. (Sjá Preacher bindi 4: Ancient History)

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.