Fara í innihald

Pollurinn (Skutulsfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pollurinn í Skutulsfirði er innan eða suðvestan af Skutulsfjarðareyri sem gengur fram af Eyrarfjalli [1]. Eyrin gengur út í um miðjan fjörð, sveigir síðan inn fjörðinn og afmarkar þannig ásamt Eyrarfjalli þrjár hliðar Pollsins[2]. Pollurinn er um 4,5 km² að flatarmáli og 10 til 20 m djúpur en dýpi norðan eyrarinnar er innan við 5 m. [3] Skutulsfjarðareyri myndast, eins og aðrar eyrar í fjörðum, þar sem hindrun verður á setflutningi inn fjörðinn vegna fyrirstöðu svo sem grynninga.[3] Sá hluti eyrarinnar sem liggur inn með firðinum myndaðist með vegna þess við austanverðan Skutulsfjörð og norður af eyrarinni er um 10 m djúpur áll sem veldur því að þar fer aldan hraðar inn fjörðinn en sveigir svo að landi og myndar tangann þegar hún lendir á eyrinni.[3] Aðal hindrunin í vestan verðum Skutulsfirði sem leiðir til myndunar eyrarinnar er er jökulgarður sem einnig má sjá í hliðum Eyrarfjalls. [4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jón Þ. Þór (1984). Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. Sögufélag Ísfirðinga. bls. 17.
  2. „Google maps“.
  3. 3,0 3,1 3,2 Sigurður Steindórsson (11.4. 2022). „Hvernig myndast eyrar í fjörðum“. Vísindavefurinn, sótt 27.10. 2023.
  4. Jón Reynir Sigurvinsson: 2023, óbirt viðtal