Fara í innihald

Pollýanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pollýanna er aðalpersóna í samnefndum barnabókum eftir bandaríska rithöfundinn Eleanor H. Porter. Fyrsta bókin um Pollýönnu kom upphaflega út árið 1913 en þremur árum síðar var önnur bók gefin út. Aðalpersóna bókarinnar, munaðarlausa stelpan Pollýanna, er þekkt af einstakri bjartsýni og þeim eiginleika að sjá hið jákvæða í hverju því sem á gengur. Segja má að Pollýanna hafi orðið nokkurs konar táknmynd bjartsýni og jákvæðni og vísar fólk gjarnan til hennar þegar eiginleikana ber á góma.

Pollýanna kom fyrst út í íslenskri þýðingu Freysteins Gunnarssonar árið 1945 og hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum síðan.

Árið 1960 gerði Disney kvikmynd byggða á sögunni og hlaut leikkonan Hayley Mills sérstök óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Pollýanna.

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Pollyanna“ á ensku útgáfu Wikipedia. Skoðað 16. ágúst 2019.