Fara í innihald

Hlaðvarp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Podcast)
Hlaðvarpið Serial er hér spilað á iPhone.

Hlaðvarp er útvarps- eða sjónvarpsþáttaröð sem gefin er út á netinu. Hlaðvarp hefur oft svipaða uppbyggingu og útvarpsþættir en er ekki sent út í beinni. Þess í stað hleður hlustandi þeim niður og spilar í síma eða tölvu. Hlaðvarp er svipað streymimiðlun en munurinn er sá að hlaðvarpsforrit notandans sækir sjálfkrafa nýja þætti. Hlaðvarp er vanalega gefið út sem hljóðskrár eða myndbandsskrár.

Hlaðvarpsþættir náðu fyrst mikilli útbreiðslu með tilkomu tónhlaða á borð við iPodinn.

Hlaðvarpsveita er vefsíða sem tekur saman og tengir við marga hlaðvarpsþætti og verður þannig ígildi útvarps- eða sjónvarpsstöðvar á Netinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.