Fara í innihald

Svaneðlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Plesiosauria)
Svaneðla
Svaneðlusteingervingur á safni í Stuttgart
Teikning af svaneðlu upp á landi eftir Heinrich Harder sem lýsir hvernig menn fyrr á tímum ímynduðu sér svaneðlur. Ekki er talið að svaneðlur hafi getað hreyft sig á landi.

Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m að lengd. Árið 2004 fann sjómaður í Somerset í Bretlandi unga svaneðlu.

Sú kenning hefur verið sett fram að minni svaneðlur hafi skriðið upp á ströndina til að verpa eggjum en nú er talið að svaneðlur hafi átt lifandi unga. [1] Steingervingar svaneðla benda til þess að þær hafi gengið með og fætt einn unga og hafa sennilega annast afkvæmin eins og nútíma hvalir.[2]

Hin fjögur bægsli eða sundhreifar eru ólíkir nútímadýrum (sæskjaldbökur nútímans synda eingöngu með framhreifum) og eru getgátur um hvernig sundtækni svaneðla var háttað.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. O'Keefe, F.R. and Chiappe, L.M. (2011): „Viviparity and K-Selected Life History in a Mesozoic Marine Plesiosaur (Reptilia, Sauropterygia)“. Science, 333 (6044): 870-873
  2. „Pregnant Fossil Suggests Ancient 'Sea Monsters' Birthed Live Young“