Plank
Plank er stelling sem varð heimsvinsæl í byrjun árs 2011. Uppruninn er umdeildur en athæfið vakti fyrst athygli fjölmiðla í september 2009 þegar sjö læknum og hjúkrunarfræðingum á Great Western Hospital í Swindon í Englandi var vikið úr starfi fyrir að planka á vakt.
Stellingin er þannig að maður liggur á maganum og reynir að vera eins beinn og maður getur. Andlitið á að vita beint niður og handleggirnir liggja beinir meðfram líkamanum. Síðan er tekin ljósmynd sem yfirleitt er dreift á samskiptasíðum á netinu.
Í júlí 2011 kom fram á samskiptasíðum önnur stelling sem kölluð var „að ugla“. Þeir sem ugla setjast á hækjur sér, láta handleggi lafa niður með líkamanum og horfa út í loftið. Fleiri áþekk „æði“ hafa verið að koma fram á sjónarsviðið.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gleymdu planki og að ugla. Geymt 15 september 2011 í Wayback Machine Pressan.is, skoðað 15. ágúst 2011.