Planes, Trains and Automobiles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Planes, Trains and Automobiles er bandarísk gamanmynd frá árinu 1987, skrifuð, framleidd og leikstýrt af John Hughes. Aðalhlutverk eru í höndum Steve Martin sem Neal Page og og John Candy sem Del Griffith.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Það er síðasti dagur fyrir Þakkargjörðarhátíðina og Neal Page er á leið úr vinnunni í New York á leiðinni til Chicago, að verja hátíðinni með fjölskyldu sinni. Neal hefur ekki heppnina með sér og þegar fluginu hans er frestað vegna veðurs ákveður hann að reyna að komast heim á annan hátt. Á vegi hans verður sölumaðurinn Del Griffith. Del er ekkert nema góðmennskan uppmáluð og reynir allt hvað hann getur til að aðstoða Neal við að komast heim, en því miður fyrir Neal endar það yfirleitt með miklum ósköpum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.