Fara í innihald

Þvag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Piss)
Þvagprufa úr manni

Þvag eða piss er vökvi sem líkaminn notar til að skilja út aukaafurðir efnaskipta líkamans. Þvagið er myndað í nýrunum. Það fer í gegnum þvagpípurnar yfir í þvagblöðruna, og þaðan í gegnum þvagrásina út úr líkamanum.

Yfirleitt er þvag gult á lit en ýmislegt getur haft áhrif á litinn, til dæmis hversu mikið maður drekkur og borðar. Sumar matvörur geta líka haft áhrif á litinn, til dæmis ef mikils af rauðrófu er neytt þá getur þvagið orðið rautt. Ef blóð er í þvaginu getur það bent á sjúkdóma eins og nýrnasteina eða nýrnabólgu.[1]

Með þvagi skilar líkaminn út vatnsleysanlegum efnum, þá sér í lagi efnum sem innihalda nitur eins og þvagefni, þvagsýru, og kreatínín.

Þvag samanstendur af vatni (yfir 95 %), þvagefni 9,3 g/L, klóríði 1,87 g/L, natríni 1,17 g/L, kalíni 0,750 g/L, og öðrum uppleystum jónum, ólífrænum og lífrænum efnasamböndum.

  1. „Vísindavefurinn: Af hverju er þvag gult?“. Sótt 23. nóvember 2011.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.