Peter Molyneux

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Peter Molyneux

Peter Molyneux er breskur tölvuleikjahönnuður. Molyneux var annar stofnanda tölvuleikjafyrirtækisins Bullfrog Productions þegar það var stofnað árið 1987 en hjá Bullfrog vann hann að leikjum eins og Populous, Syndicate, Theme Park og Dungeon Keeper.[1] Molyneux hætti síðan störfum hjá Bullfrog árið 1997 til þess að stofna annað fyrirtæki, Lionhead Studios en á meðal þeirra leikja sem hann hefur unnið að þar eru Black & White og Fable-leikirnir.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Biography for Peter Molyneux“. Sótt 14. nóvember 2011.
  Þetta æviágrip sem tengist tölvuleikjum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.