Persónuleg sögn
Útlit
Persónuleg sögn er sögn sem lagar sig að því fallorði sem hún stendur með. Persónuleg sögn greinist í allar þrjár persónurnar, bæði í eintölu og fleirtölu.
Dæmi
[breyta | breyta frumkóða]Persónulega sögnin að minna á eitthvað:
- Ég minni á fréttirnar. (1. persóna eintala)
- Þú minnir á fréttirnar. (2. persóna eintala)
- Hann minnir á fréttirnar. (3. persóna eintala)
- Við minnum á fréttirnar. (1. persóna fleirtala)
- Þið minnið á fréttirnar. (2. persóna fleirtala)
- Þeir minna á fréttirnar. (3. persóna fleirtala)