Fara í innihald

Sergio Peresson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Peresson)

Sergio Peresson (1913-1991) var ítalskur fiðlusmiður. Margir af fremstu hljóðfæraleikurum tuttugustu aldarinnar spiluðu á hljóðfæri hans. Í þeim flokki voru meðal annarrra Yehudi Menuhin, Jaime Larido, Isaac Stern, Eugene Fodorog Ivan Galamian. Hann smíðaði einnig knéfiðlu Jacqueline de Pré sem Daniel Baremboim gaf henni árið 1970. Síðan dauða hennar bar að garði hefur sellóið verið í eigu breska sellóleikarans Alison Elderidge. Norman Caroll, konsertmeistari fílharmóníuhljómsveitar Philadelphi, sem sjálf er eigandi tveggja Peresson fiðla, hefur lýst honum sem mestum allra fiðlusmiða.

Peresson fæddist í borginni Udine á Ítalíu árið 1913 en hóf ekki fiðlusmíðar fyrr en 1943. Eftir síðari heimsstyrjöldina flutti hann til Venezuela þar sem hann hélt við hljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar. Á fyrri hluta sjöunda áratugarins fluttist hann til Bandaríkjanna þar sem hann hóf störf hjá William Moenning & Sons í Philadelphiu. Árið 1970 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki í Haddonfield, New Jersey. Árið 1982 hætti hann fiðlusmíðum vegna mikils álags frá vinunni. Hann lést af völdum hjartááfalls á heimili sínu árið 1991, 78 ára gamall.

Mynd af Sergio Peresson með Jacqueline de Pré