Fara í innihald

Pemmikan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vatnslitamynd frá 1899 sem sýnir Métis indjána þurrka vísundakjöt

Pemmikan er kæfa gerð út þurrkuðu kjöti og feiti. Stundum inniheldur kæfan einnig þurrkuð ber. Pemmikan er orkuríkur matur sem hefur frá fornu fari verið mikilvægur hluti af mataræði indjánaþjóðflokka Norður-Ameríku. Orðið kemur úr máli Cree indjána. Skinnakaupmenn frá Evrópu sem störfuðu í Norður-Ameríku og Kanada reiddu sig einnig á pemmikan. Pemmikan var hluti af vistum í heimskautaleiðangrum og í könnunarleiðangrum um Norðurslóðir.