Pegasos
Útlit
(Endurbeint frá Pegasus)
Pegasos (stundum nefndur Skáldfákur) var vængjaður hestur í grískri goðafræði sem varð til þegar Perseifur drap Medúsu. Hann ýmist spratt úr blóði hennar sem féll á jörðina eða stökk úr hálsinum þegar Perseifur skar höfuðið af henni. Hann er líka kallaður hinn vængjaði skáldfákur þar sem sagan segir að Bellerófon hafi tamið hann og gefið hann músunum á Parnassos. Foreldrar hans eru Póseidon og Medúsa.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Pegasosi.