Paul Bernardo og Karla Homolka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Paul Bernardo fæddist 27 ágúst árið 1964. Paul varð til þegar móðir hans hélt framhjá og varð ólétt. “Faðir” hans beitti systur hans og móður kynferðislegu ofbeldi. Þegar hann var 16 ára gamall uppgvötaði hann að hann hafi verið “slys” eða orðið til í framhjáhaldi og fór að beita móður sína andlegu ofbeldi, kallaði hana meðal annars "hóru". Þegar hann varð eldri fór hann á stefnumót og fannst honum ekkert skemmtilegra heldur en að niðurlægja konurnar á almannafæri. Árið 1987 útskrifaðist hann úr University of Toronto en það ár kynntist hann Körlu Homolka sem síðar varð eiginkona hans. Karla var aðeins 17 ára þegar hún kynntist Paul, en hún var ung, ljóshærð og sæt. Það sem var svo frábært við Körlu var að hún deildi með Paul þessum myrkvu kynferðislegu fantasíum, og hún hvatti sadistalegu hegðunina sem hann hafði. Hún var draumakonan hans en þau trúlofuðu sig á aðfangadagskvöld árið 1989. Árið 1987 nauðgaði Paul fyrst, en hann nauðgaði konu fyrir framan húsið sitt. Í kjölfar þess nauðgaði hann 11 konum á árunum 1987 – 1990 og réðst á að minnsta kosti 4 til viðbótar. Lögreglan rannsakaði og eftir fjölmargar vísbendingar og nafnlausar hringingar, handtóku þeir Paul. Þeir yfirheyrðu hann en eftir það að þá var honum sleppt, því hvernig gæti svona myndarlegur og vel menntaður maður verið nauðgari. Paul var með 15 ára gömlu systur hennar Körlu á heilanum. Á þorláksmessu árið 1990 ákvað Karla að gefa Paul meydóm systur sinnar í jólagjöf en það var aðallega vegna þess að hún var ekki hrein þegar þau kynntust . Þau gáfu henni romm út í púnsið og svefntöflur, og þegar hún var orðin vel drukkin af þessari samblöndu setti Karla klút fyrir munninn á henni með efni í til þess að svæfa hana alveg. Síðan tóku þau sig upp vera að nauðga henni til skiptis. Tammy fékk ofnæmisviðbrögð af lyfinu og fór að æla, systir hennar reyndi að bjarga henni en án árangurs, Tammy dó. Lesile Mahaffy var rænt og nauðgað árið 1991. Paul og Karla héldu henni og nauðguðu henni í 24 klst áður en þau drápu hana. Síðan grófu þau líkið. Karla segir að Paul hafi kyrkt hana með bandi en Paul segir að Karla hafi gefið henni lyf sem drápu hana en aldrei mun koma í ljós hvort þeirra drap hana. Kirsten French var einnig rænt og nauðgað árið 1992 tæpu ári eftir að Lesile var rænt. Þau pyntuðu hana og nauðguðu henni í 3 sólahringa áður en þau drápu hana en lík hennar fannst nokkur hundruð metrum frá staðnum þar sem líkið hennar Lesile fannst. 27 desember árið 1992 var Karla illa barin af eiginmanni sínum og fór Paul með hana uppá slysadeild og sagði að hún hafi lent í slysi. 17 febrúar 1993 var Paul handtekinn fyrir nauðganirnar og morðin á stelpunum og fékk hann lífstíðardóm í að minnsta kosti 25 ár og er í mikilli einangrun í fangelsinu. Hann fer út úr klefanum sínum í klukkustund á dag og er í mjög litlum klefa. Árið 2010 ætlaði hann að reyna að fá að komast út fyrir góða hegðun en fékk það ekki og er talið að hann muni heldur ekki komast út fyrir góða hegðun árið 2020. Körlu var boðið 12 ár í fangelsi fyrir sinn hlut í þessu öllu saman og tók hún því. Hún fékk vægari dóm vegna þess að hún ákvað að vitna gegn Paul. Hún losnaði úr fangelsi árið 2005.

Heimild : http://www.trutv.com/library/crime/serial_killers/notorious/bernardo/index_1.html