Pattstaða
Útlit
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Pattstaða oftast kallað patt er staða í skák þar sem sá skákmaður sem á leik getur ekki hreyft neinn af taflmönnum sínum en kóngurinn stendur ekki í skák. Ef þessi staða kemur upp þá er skák dæmd jafntefli. Algengt er að skákmaður sem er við það að máta hinn lendi í patti og sömuleiðis er líklegt að skákmaður sem er við það að tapa skák nái að leiða andstæðinginn í patt.