Patricia Hearst
Útlit
Patricia Campbell Hearst (f. 20. febrúar 1954) er erfingi að bandarísku fjölmiðlaveldi, leikkona, fórnarlamb mannráns og dæmdur bankaræningi.
Patricia er barnabarn fjölmiðlamannsins William Randolph Hearst og varð fræg árið 1974 þegar henni var rænt af Symbion Liberation Army (SLA). Hún gekk síðar til liðs við þá. Patricia var handsömuð árið 1975 eftir að hún tók þátt í bankaráni ásamt öðrum SLA meðlimum. Hún var dæmd til að dvelja 7 ár í fangelsi. Jimmy Carter, þáverandi forseta Bandaríkjanna, aflétti þó fangelsisdóminum eftir að Patricia hafði afplánað 22 mánuði af dómnum. Á síðasta degi sínum í forsetastóli veitti Bill Clinton henni sakaruppgjöf, þ.e. þann 20. janúar 2001.