Fara í innihald

Passíusálmarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Passíusálmar)

Passíusálmarnir eru sálmar eftir Hallgrím Pétursson, sem hann orti á árunum 1656-1659. Þeir teljast vera höfuðverk hans og hafa verið hluti af páskahefð Íslendinga um margra alda skeið. Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Krists rakin af mikilli innlifun. Þeir hafa komið út á íslensku oftar en 80 sinnum og hafa verið þýddir á fjöldamörg önnur tungumál. Sálmarnir eru fluttir í Ríkisútvarpinu á föstunni ár hvert, og hafa einnig verið fluttir í heild sinni á Föstudaginn langa í Hallgrímskirkju síðan hún var vígð.

Séra Hjörleifur Þórðarson á Valþjófsstað (d. 1786 um nírætt) þýddi Passíusálma Hallgríms á latínu, og var sú þýðing gefin út í Kaupmannahöfn 1785, og nefndist: Quinquaginta psalmi passionales. [1] Formála Passíusálmanna lýkur með orðunum Vale pie lector (latína: „Sæll, guðhræddi lesandi“[2] eða „Vertu sæll góði lesandi“).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Skírnir 1915
  2. „FORMÁLI HALLGRÍMS“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2011. Sótt 20. maí 2009.