Panguipullivatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Panguipullivatn (spænska: Lago Panguipulli) er stöðuvatn í Los Ríos-fylki í Suður-Chile og er eitt af Vötnunum sjö sem svo eru nefnd. Vatnið er 116 ferkílómetrar að stærð og yfirborð þess er í um 130 metra hæð yfir sjávarmáli.

Úr vatninu rennur áin Río Enco suður til Riñihue-vatns. Stærsti bærinn, Panguipulli, er við vestanvert vatnið.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.