Pýrilampes
Útlit
Pýrilampes var forngrískur stjórnmálamaður frá Aþenu og stjúpfaðir heimspekingsins Platons. Fæðingar- og dánarár hans eru óþekkt.
Pýrilampes var sendifulltrúi Aþeninga í Persaveldi og einkavinur stjórnmálaleiðtogans Períklesar. Hann særðist í orrustunni við Delíon árið 424 f.Kr., þá á miðjum aldri.
Pýrilampes átti soninn Demos frá fyrra hjónabandi. Sá var rómaður fyrir fegurð sína. Um 423 f.Kr. varð Pýrilampes ekkill. Hann kvæntist síðar frænku sinni Periktíone, móður Platons. Hún ól honum soninn Antífon.