Piktar
Útlit
(Endurbeint frá Péttar)
Piktar (eða Péttar) (latína: picti) voru bandalag ættbálka á svæði sem seinna varð mið- og norðurhluti Skotlands frá tímum Rómaveldis fram á 11. öld. Uppruni orðsins piktar er óviss, en það er oft skýrt sem „hinir máluðu“. Sumir telja að nafnið merki hestverði eða njósnaskip og eigi við varðgæslu þjóðflokksins í sambandi við eyjarnar.