Orrustan um Alamo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alamo-virkið eins og það leit út árið 1854.

Orrustan um Alamo átti sér stað þann 23. febrúar árið 1836 og lauk 6. mars sama ár. Orrustan var einn mikilvægasti atburður í í sjálfstæðisbaráttu Texas gegn yfirráðum Mexíkóa og er goðsagnarkenndur atburður í sögu Bandaríkjanna. Til þess að stöðva uppreisn Texasbúa gerðu Mexíkóar árás á virkið Alamo og var barist stanslaust í þrettán daga.

Mexíkóskir hermenn undir stjórn Antonio López de Santa Anna byrjuðu árásina nálægt San Antonio De Béxar. Allir nema tveir hermenn og verndarar Texas létu lífið í átökunum. Þónokkrum mánuðum á undan þessum atburðum höfðu Texasbúar rekið í burt alla mexíkóska hermenn frá mexíkóska hluta Texas. Þetta leiddi til þess að her Texas stækkaði ótt og títt með tilkomu liðsauka James Bowie og William B. Travis hershöfðingja í Alamo.

Þann 23. febrúar réðust um það bil 1500 mexíkóskir hermenn inn San Antonio de Béxar í von um að taka yfir Texas á ný. Næstu tólf dagana lentu Mexíkóar og Texasbúar í þónokkrum átökum, skærum og deilum án þess að mikið um mannfall væri að ræða. Her Texas gerði sér grein fyrir að möguleikar hans voru ekki miklir gegn hinum fjölmenna her Mexíkó. Travis skrifar mörg bréf í von um meiri vistir og fleiri sjálfboðaliða sem gætu mögulega gengið til liðs við þeirra her gegn Mexikó en aðeins 100 menn buðu sig fram. Mexikóar hófu árás á sjálft Alamo-virkið snemma morguns þann 6. mars. Eftir tvær heiftarlegar árásir voru Texasbúar fámennir og illa búnir og gátu því lítið sem ekkert varist í þriðju árás Mexíkóa. Allir nema tveir hermenn Texasbúa létu lífið í átökunum.


Átökin leiddu til þess að flestir innflytjendur í Texas og Bandaríkjamenn í ævintýraleit gengu til liðs við her Texas. Texasbúar hefndu sín að lokum á Mexikó. Þann 21. apríl árið 1836 sigruðu þeir Mexíkóa í orrustunni við San Jacinto. Þá réðust Texasbúa á tjaldsvæði Santa Anna sem var nálægt Lynchburg Ferry. Texasbúar komu mexíkóska hernum í opna skjöldu og orrustan um San Jacinto var því í raun búin eftir 18 mínútur. Á meðan á bardaganum stóð hrópuðu hermenn Texasbúa ítrekað „Remember Alamo!“ (Munið eftir Alamo!). Santa Anna var handtekinn eftir orrustuna og varð að afsala Texas til íbúa Texas til að fá frelsi á ný. Texas lýsti í kjölfarið yfir sjálfstæði og var sjálfstætt ríki þar til það gekk í ríkjasamband við Bandaríkin árið 1845.

Snemma á 20. öld keypti þing Texas það sem eftir stóð af Alamo-virkinu og eru þær nú einn vinsælasti ferðamannastaður í öllum Bandaríkjunum. Alamo-virkið stendur nú inni í borginni San Antonio.