Ophiocordyceps unilateralis
Þessi grein þarfnast yfirlestrar, hér gæti þurft að laga málfar, stafsetningu, og/eða framsetningu. Þú getur hjálpað til og lagfært greinina. Gott er að hafa handbókina til hliðsjónar. |
Ophiocordyceps unilateralis | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dauðir maurar sýktir með Ophiocordyceps unilateralis
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Ophiocordyceps unilateralis er sveppur sem sýkir maura og hefur áhrif á hegðun þeirra.
Náttúrufræðingurinn og landkönnuðurinn Alfred Russel Wallace uppgötvaði sveppinn árið 1859. Hann finnst aðallega í regnskógum. O. unilateralis sýkir maura af Camponotini ættkvíslinni og breytir hegðunarmynstri þeirra. Sýktu hýslarnir fara úr trjánum niður á skógarbotninn, þar er umhverfið heitt og rakt og því hentugt fyrir sveppavöxt. Síðan nota þeir kjálkana til þess að festa sig við stóra æð undir laufblaði, þar sem hýsillin dvelur til dauðadags.[1] Ferlið tekur allt að 4-10 daga.
Orðrétt þýðing tegundaheitsins er „snákshöfuð á þræði, einhliða“, en tegundin á sér ekki íslenskt nafn.
Formgerð
[breyta | breyta frumkóða]Tegundin þekkist við lok lífferils af æxlunnar uppbyggingu þess, sem samanstendur af mjóum, stæltum og sveigjanlegum dökklitaðum vefstilk sem framlengist frá afturhluta hauss dauða maursins. Sveppurinn sýkir maura, mest þekktir sem smíðamaurar. Sveppurinn myndar einn stilk sem rís á svæðinu fyrir aftan hálsinn þar sem gróberandi aldin er borið lárétt. Þegar maurinn er sýktur með sveppnum, klifrar hann niður úr sínu venjulega búsvæði og bíta sig fastan á neðanverðu laufi. Þetta er þekkt sem "dauðagripið" og á sér stað á mjög tilteknum stöðum.[2]
Lífsferill
[breyta | breyta frumkóða]Eins og aðrir sveppir sem sýkja skordýr í ættkvíslinni Ophiocordyceps, ræðst O. unilateralis á tiltekna hýsiltegund, Camponotus leonardi maurinn. Hins vegar getur sveppurinn sýkt aðrar náskyldar tegundir af maurum með minni líkum á hýsilstjórn og minni árangri í æxlun.
Sýktir maurar sýna mjög sérstæða hegðun og hafa því verið kallaðir uppvakninga-maurar. Gróin úr sveppunum festir sig og að lokum brýtur í gegn um stoðgrind maursins með þrýstingi og ensímum.[3] Gerstig sveppsins breiðast um í líkama maursins og búa væntanlega til efnasambönd sem hafa áhrif á æðakerfi maursins og nýtir þróunareinkenni þess að svipfar ætti ekki að vera takmarkað í líffræðilegu ferli eins og prótín nýmyndun eða vefjamyndun, heldur að framlengja það til þess að innihalda öll áhrifin sem erfðavísirinn hefur á umhverfi sitt, til þess að stjórna hegðunnarmynstri sem maurinn sýnir.[4] Sýktur maur sýnir óreglulega tímasetta krampa sem losa það á skógarbotninum.[5]
Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Sveppurinn finnst aðallega í regnskógum Taílands og Brasilíu.[1]
Áhrif á hýsilstofninn
[breyta | breyta frumkóða]O. unilateralis er þekkt fyrir að hafa gjöreytt heilum maurabúum. Maurar hafa aftur á móti getuna til þess að skynja það að meðlimur búsinns sé sýktur; heilbrigðu maurarnir bera dauðvona maurana langt í burtu frá þyrpingunni til þess að forðast smit innan búsins.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Harmon, Katherine (31. júlí 2009.). „Fungus makes zombie ants do all the work“. Scientific American. Sótt 30. nóvember 2018.
- ↑ Hughes DP, Wappler T, Labandeira CC (23. febrúar 2011). „Ancient death-grip leaf scars reveal ant fungal parasitism“. Biology Letters. doi:10.1098/rsbl.2010.0521. PMC 3030878. PMID 20719770.
- ↑ Evans HC, Elliot SL, Hughes DP (september–október 2011). „Ophiocordyceps unilateralis – A keystone species for unraveling ecosystem functioning and biodiversity of fungi in tropical forests?“. Communicative Integrative Biology. doi:10.4161/cib.4.5.16721 (óvirkt 2018-09-25). PMC 3204140. PMID 22046474.
- ↑ Andersen SB, Gerritsma S, Yusah KM, Mayntz D, Hywel-Jones NL, Billen J, Boomsma JJ, Hughes DP (september 2009). „The life of a dead ant: The expression of an adaptive extended phenotype“. The American Naturalist. doi:10.1086/603640. JSTOR 10.1086/603640. PMID 19627240.
- ↑ Hughes DP, Andersen SB, Hywel-Jones NL, Himaman W, Billen J, Boomsma JJ (maí 2011). „Behavioral mechanisms and morphological symptoms of zombie ants dying from fungal infection“. BMC Ecology. doi:10.1186/1472-6785-11-13. PMC 3118224. PMID 21554670.