Oobleck
Útlit
Oobleck er tegund ólínulegs vökva sem umbreytist í fast efni þegar það er handfjatlað en lekur og verður aftur að vökva þegar hætt er að handfjatla það[1]. Algengast er að blandað sé saman maíismjöli við vatn og ef til vill sett matarlitur í það til að búa til lit. Þegar einstaklingur byrjar að handfjatla efnið þá hegðar það sér eins og fast efni en um leið og hætt er að handfjatla það þá lekur það aftur. Tilraunin getur verið subbuleg og því er ráðlagt að nota hanska þegar gerð er tilraun með oobleck.[heimild vantar]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „The Oozy Physics Of Oobleck“. Science Friday (bandarísk enska). Sótt 12. október 2024.