Fara í innihald

Revolver Ocelot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ocelot)

Revolver Ocelet eða Ocelot er persóna úr Metal Gear Solid-seríunum. Hann líkist Lee van Cleef. Ocelot er þekktur fyrir færni sína með Single Action Army-sexhleypur. Aðdáendur Ocelots eru hrifnastir af handahreyfingum hans.

Ocelot fæddist 1944 sem einskilgetið barn The Boss og The Sorrow, en hann var tekinn frá þeim af Heimsspekingunum(The Philosophers) og var örugglega alinn að hluta í Bandaríkjunum. Ocelot var þá seinna sendur til Sovétríkjanna og GRU-ofurstinn Volgin tók hann að sér. Hann var mjög góð skytta og náði mjög ungur stöðu sem majór. Hann var mikill aðdáandi kúrekamynda og fékk sér stígvél með sporum. Hann æfði sig í að halda byssum á lofti fyrir nokkurs konar rússneska rúllettu og æfði sig mikið með skammbyssur. Hann stofnaði meira að segja sérsveit innan Spetsnaz, sem kallaðist Ocelot-deildin.

Virtuous Mission

[breyta | breyta frumkóða]

1964 fékk Volgin boð frá The Boss(hún vissi ekki að Ocelot væri sonur hennar). Hún ætlaði að ganga í lið með þeim og hún ætlaði ná Sokolov. Ocelot ætlaði sér að hitta hana en vissi ekki að Big Boss(þá undir nafninu Naked Snake) væri á staðnum og tókst Big Boss að sigra hann og 6 menn úr Ocelot-deildinni. Big Boss ráðlagði honum að nota marghleypur í stað sjálfvirkra skammbyssna. Síðar er Volgin hafði náð Sokolov og kjarnorkuvopni hans, sá Ocelot Volgin sprengja rannsóknarstöð Sokolovs með Davy Crockett-kjarnorkuvörpu.

Operation Snake Eater

[breyta | breyta frumkóða]

Big Boss kom aftur og Ocelot mætti honum með skreytta útgáfu af Single Action Army-sexhleypu og Big Boss sagði honum að sú byssa væri gagnslaus. Og skipti hann henni fyrir tvær Black Powder-útgáfur. Þeir mættust nokkru sinnum aftur en þeir luku aldrei bardaga sínum. Hann fékk áhuga á pyndingum þegar hann fylgdist með Volgin pynda Big Boss og leit á Big Boss sem einskonar læriföður. Ocelot olli líka að Big Boss missti hægra augað þegar hann framkvæmdi rússneska rúllettu. Í lok verkefnisis var upplýst að Ocelot væri að vinna fyrir CIA og KGB. Ocelot náði upplýsingum Metal Gear af Granin, sovéskum uppfinningamanni og erkióvini Sokolovs. En Big Boss náði þeim af honum einhvern veginn.

Fátt er vitað um Ocelot eftir fall Sovétríkjanna 1991, en hann virðist hafa unnið nokkur verkefni fyrir KGB og vann þar sem pyndingameistari. Hann tók að sér ýmis verkefni frá Patriots(annað nafn yfir The Philosophers). Og þar á meðal að hafa gætur á George Sears(Solidus Snake). Eftir að Solidus varð forseti fékk hann Ocelot til þess ganga í FOXHOUND til að fá Liquid Snake til að hefja uppreisn í FOXHOUND og ná yfir upplýsingar um nýjan Metal Gear, Metal Gear REX, á Shadow Moses-eyju.

Metal Gear Solid

[breyta | breyta frumkóða]

Ocelot var hægrihandarmaður Liquids 2005 á Shadow Moses-atvikinu og var fenginn til að yfirheyra DARPA-forstjórann og forstjóra ArmsTech um kóðanna að Metal Gear REX. En DARPA-forstjórinn vissi hver Ocelot var og Ocelot drap hann fyrir það í pyndingu en lét það líta út eins og slys. Síðar barðist hann við Solid Snake en missti hægri hendina í miðjum bardaga af einhverri ninju. Ocelot komst yfir upplýsingar Metal Gear REX og slapp.

Árin á milli MGS1 og MGS2

[breyta | breyta frumkóða]

Solidus og Ocelot ákváðu að nýta sér þessar upplýsingar til að byggja nýjan Metal Gear, en Patriots ráku Solidus úr embætti og réðu nýjan forseta í hans stað(James Johnson). Solidus faldi sig og lét Ocelot selja upplýsingar Metal Gear á svarta markaðnum. Solidus fjármagnaði líka aðgerð til að láta hægri handlegg af líki Liquids Snake á hægri handlegg Ocelots í Lyon. En persónuleiki Liquids braust stundum í gegn og náði stjórn á honum. Solidus og Ocelot fréttu af skemmdarverkum Solids Snake og Dr. Emmerichs á Metal Gear útgáfunum sem var verið að byggja eftir upplýsingunum sem Ocelot seldi. Solidus og Ocelot grófu upp upplýsingar um nýjan Metal Gear sem landgönguliðið var að smíða gegn hinum Metal Gear-tækjunum, sem fékk nafnið Metal Gear RAY. Þeir ginntu Snake og Dr. Emmerich í að rústa Metal Gear-tæki landgönguliðanna svo þeir yrðu handteknir. Ocelot hafði samband við gamlan GRU-ofursta að nafni Sergei Gurlukovich til að hjálpa sér að ná nýja Metal Gear-tækinu.

Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2007 laumaðist Snake um borð í tankskipið sem landgönguliðarnir notuðu til að smygla Metal Gear-tækinu. Ocelot og Gurlukovich(og dóttir Gurlukovich, Olga) réðust um borð og drápu landgönguliðana. Þegar allt virtist ganga Gurlukovich í hæginn uppljóstraði Ocelot að hann ynni fyrir Patriots og drap Gurlukovich og yfirforingja landgönguliðanna. Hann sökkti tankskipinu og stal Metal Gear RAY. Olga og Snake sluppu lifandi.

Ocelot hjálpaði Patriots að senda annað tankskip sem var fullt af olíu og sökkti því á sama stað. Patriots lét byggja hreinsistöð að nafni Big Shell á staðnum til þess að byggja nýtt Metal Gear-tæki að nafni Arsenal Gear. Þeir ætluðu að sanna að S3-forritið þeirra gæti ráðið við hvaða aðstæður sem er og fengu Ocelot að líkja eftir Shadow Moses-atvikinu.

Síðan 29. apríl 2009 réðst Solidus á Big Shell með fyrrum SEAL-sérsveitinni Dead Cell og her Gurlukovich undir stjórn Olgu. Þeir héldu nokkrum gíslum þ.á m. James Johnson forseta. Patriots sendu Raiden inn til sjá um hryðjuverkamennina en þeir vissu ekki að Solid Snake hafði laumast í gegn líka. Ocelot mætti Raiden nokkrum sinnum og drap Johnson forseta. Hann útskýrði allt fyrir Solidus, Solid Snake, Raiden og Dead Cell þegar að verkefni Patriots virtist ætla að ganga upp. En Liquid tók við völdin og ætlaði sér að drepa Patriots. Hann fór í burtu á Metal Gear RAY.

Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots

[breyta | breyta frumkóða]

Í 15 mínútna sýnishorni af MGS4 á E3-hátíðinni hefur Liquid algjörlega stjórnun yfir Ocelot. Hann á víst núna að heita Liquid Ocelot. Liquid Ocelot hefur komið á stoðir stríði í Miðausturlöndum þar sem að einkaherfyrirtæki og málaliðar eru helstir í hlutverkum. Liquid Ocelot ætlar sér að endurskapa Outer Heaven sem Big Boss skapaði 1995.

Wikipedia
Wikipedia