Fara í innihald

OAIS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

OAIS, stendur fyrir ensku skammstöfunina Open Archival Information System sem mætti útleggja á íslensku sem Opið skjalavörslu-upplýsingakerfi, er skjalasafn sem hefur það hlutverk að varðveita upplýsingar til lengri tíma með þarfir skilgreinds markhóps (e. designated community) í huga. OAIS er huglægt skýringarlíkan sem kynnir til sögunnar grunnhugtök en ekki nákvæm forskrift. Til er ISO-staðall fyrir OAIS, ISO 14721:2012.

Þó svo OAIS eigi við um upplýsingakerfi sem miði að því að varðveita til óskilgreinds lengri tíma er ekki endilega átt við varanlega varðveislu. OAIS-líkanið tekur tillit til örra tæknilegra breytinga á sviði stafrænnar tækni, þannig getur stuðningur við viss skráarsnið úrelst með tímanum og orðið þess valdandi að upplýsingar glatist. Sömuleiðis getur vélbúnaður úrelst, til að mynda eru diskettur lítið sem ekkert notaðar í dag og geisladiskar með gögnum hafa að mestu vikið fyrir usb-kubbum og flökkurum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.