Náttúrufræðingurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða Náttúrufræðingsins frá 2003.

Náttúrufræðingurinn er íslenskt tímarit þar sem birtar eru greinar um náttúrufræði, jafnt fræðilegar greinar sem og almennan fróðleik. Ritið er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Lögð er áhersla á að gera íslenskum náttúrurannsóknum sem best skil og á aðgengilegan hátt þannig að áhugasamir leikmenn sem og fræðimenn hafi gagn af. Tímaritið er ritrýnt að hluta. Venja er að gefa út fjögur tölublöð á ári, en oft eru tvö tölublöð gefin út saman. Eldri árgangar af Náttúrufræðingnum (1931-2017) eru aðgengilegir á vefnum Tímarit.is.

Náttúrufræðingurinn var stofnaður af Guðmundi G. Bárðarsyni, jarðfræðingi, og Árna Friðrikssyni, fiskifræðingi og kom fyrst út árið 1931. Hið íslenska náttúrufræðifélag keypti ritið árið 1941. Árið 1996 gerðu HÍN og Náttúrufræðistofnun Íslands með sér samning um umsjón þess síðarnefnda með ritstjórn tímaritsins. Náttúrufræðistofa Kópavogs hafði umsjá með útgáfunni 2006–2014 þegar Náttúruminjasafn Íslands tók við keflinu. Núverandi ritstjóri Náttúrufræðingsins er Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.