Notandi:Thorhildur/sandbox
Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS)
[breyta | breyta frumkóða]Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) voru stofnuð 3. nóvember á Akureyri 2013.
Hlutverk samtakanna er að vinna að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi og standa vörð um sameiginlega hagsmuni stúdenta hérlendis sem og á alþjóðavettvangi. LÍS hefur þegar tekið við setu í Sambandi evrópskra stúdenta (ESU) sem og setu á samráðsvettvangi norrænna stúdentafélaga (NOM) fyrir hönd íslenskra stúdenta. LÍS mun formlega sameina raddir íslenskra stúdenta í fyrsta sinn og standa að samstilltum aðgerðum.
Stofnaðilar samtakanna eru Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, Nemendafélag Háskólans á Bifröst, Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands, Nemendaráð Listaháskóla Íslands, Samband íslenskra námsmanna erlendis, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, Stúdentafélag Hólaskóla og Stúdentaráð Háskóla Íslands.
Aðildafélög LÍS eru
Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri
Nemendafélag Háskólans á Bifröst
Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands
Nemendaráð Listaháskóla Íslands
Samband íslenskra námsmanna erlendis
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Félög sem hafa áheyrnaraðild
Stúdentafélag Hólaskóla