Notandi:Steinunnalva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fingrafimi

Inn á vefnum mms.is undir krakkavefir er að finna opið mentaefni (OER) þar á meðal fingrafimi, eitt og tvö. Ég hef verið að vinna með 1. – 3. bekk í upplýsingatækni tíma með fingrafimi og æfa þau í því. Í leiknum fingrafimi er verið að æfa nemendur í fingrasetningunni einnig er þetta góð þjálfun fyrir unga nemendur í að læra bókstafina. Þegar nemendur hefja leikinn í fyrsta sinn byrja þeir á auðveldasta borðinu sem eru bókstafirnir j og f. Þegar nemendur hafa ýtt á það borð kemur upp mynd af lyklaborði og sýnir leikurinn hvar fingurnir eiga að vera staðsettir á lyklaborðinu. Þessir takkar á lyklaborðinu kallast heimalyklar og fer vinstri höndin á stafina a,s,d,f og hægri höndin á j,k,l,æ. Í leiknum er dýr sem talar og leiðbeinir áfram, dýrið segir á hvaða stafi þú átt að ýta og gefur leikurinn frá sér píp hljóð ef nemendur ýta á vitlausan takka. Þegar nemendur hafa komið fingrunum sínum fyrir á lyklaborðinu á réttan stað byrja þau á að leysa verkefni eitt og svo koll af kolli. Í flestum borðum eru sex verkefni sem nemendur þurfa að leysa en eftir því sem lengra er komið aukast verkefnin og geta orðið allt að 15 verkefni. Í fingrafimi er einnig farið í hvernig nemendur gera hástafi (stóra stafi) og broddastafi (kommur á stafina eins og í, á, ó).

Áður en nemendur hefja leikinn fer dýrið yfir hvernig nemendur eiga að sitja við tölvuna til þess að ná góðum árangri í að skrifa á lyklaborðið. Nemendum er bent á að sitja beinir í baki með axlirnar slakar niður. Hendur eiga að vera niður með síðum, ekki á lofti, úlnliðinn beinn og olnbogana í svipaðri hæð og lyklaborðið. Fingurnir eiga að vera örlítið bognir yfir heimalyklunum. Nemendur eiga að hvíla fæturnar á gólfinu og snú beint fram í sæti sínu. Nemendur eiga að reyna sitt besta við að horfa ekki á lyklaborðið heldur horfa beint á skjáinn og skrifa það sem stendur.