Notandi:Salvor/iswiki20

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugmyndir - 20 ára afmæli íslensku wikipedia

Þann 5. desember 2023 verður íslenska wikipedia 20 ára. Wikiverjar á Íslandi héldu á sínum tíma uupp á 10 ára afmæli alþjóðlegu Wikipedia með málþingi sem haldið var í Kennaraháskóla Íslands og svo tveim árum seinna upp á 10 ára afmæli íslensku wikipedía með málþingi sem haldið var í þjóðarbókhlöðu. Það væri því við hæfi að hafa einhverja viðburði eða átaksverkefni, kynningarrverkefni á þessu ári til að minnast 20 ára afmælisins.

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

  • Að vekja athygli á Wikipedia verkefnum í heild (commons, wikidata, wikibooks ofl) sýna hversu margþætt þau eru og auka þekkingu almennings á wikipedia
  • Að kynna íslensku wikipedia og það sem er gott efni þar
  • Að vera málsvari þess hve mikilvægt er að gögn um eigið samfélag og menningu séu í opnum aðgangi og aðgengileg á neti (m.a. myndir)
  • Að fá fleiri íslenskumælandi til að skrifa greinar eða taka þátt í að gera greinar betri
  • Að vekja athygli á, hrósa og veita viðurkenningu þeim sem hafa lagt fram mikla vinnu í íslenska wikipedia
  • Að skoða sérstaklega íslensku wikipedia og wikipedia almennt út frá hugmyndum um fjölbreytileika, sanngirni og inngildingu (diversity, equity and inclusion DEI)
  • Að ná sérstaklega til hópa sem miðla og skapa og varðveita þekkingu (fjölmiðlafólk, kennarar, fræðimenn, upplýsingafræðingar, safnafólk, rithöfundar, listamenn, grúskarar o.fl.)
  • Að leita til stjórnvalda o.fl. um fjárhagslega styrki til að halda út öflugu starfi í íslensku Wikipedia bæði innanlands og í alþjóðlega starfinu
  • Að koma upp skrifstofu/aðsetur þ.e. póstfangi og tölvupóstfangi, rými fyrir fundi, opnar vinnustofur til að skrifa greinar o.fl. (í tengslum við þjóðarbókhlöðu?)
  • Að koma á stað eða taka þátt í norrænum wikipediaverkefnum (Ísland er með forustu í Norðurlandaráði einmitt í ár 2023)

Efniviður fyrir auglýsingar og kynningar[breyta | breyta frumkóða]

Mikið af kynningarefni var gert fyrir 20 ára afmæli alþjóðlega Wikipedia en sú afmælishátíð var á netinu því Covid var þá í algleymingi. Við gætum hugsanlega notað það efni fyrir 20 ára afmælið íslenska t.d. ýmsar myndir