Fara í innihald

Notandi:R. D. Ingthorsson/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Rögnvaldur D. Ingþórsson[breyta | breyta frumkóða]

Rögnvaldur Daði Ingþórsson (fæddur 1968) er íslenskur heimsspekingur og ráðinn sem sérfræðingur við heimsspekideildina vid Lund University, Svíþjóð.

Menntun og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Rögnvaldur lauk B.A. prófi í heimsspeki 1995, og síðar Ph.D. gráðu 2002 frá Umeå University, Svíþjóð.

Að námi loknu vann Rögnvaldur um stund við kennslu í heimsspeki bæði við Háskólann í Umeå sem og í framhaldsskóla í sömu borg. Árið 2004 áskotnaðist honum styrkur frá The Swedish Foundation for International Cooperation in Research and Higher Education til þess að stunda rannsóknir við Durham University, Englandi, í boði Prófessors Jonathan Lowe.

Rögnvaldur snéri að ári aftur til Umeå og vann um tíma sem lektor i aðferðarfræðum við matar og næringarfræðideild háskólans í Umeå, eða þangað til honum var boðið staða postdoktors í verkefninu "The New Ontology of the Mental Causation Debate" við háskólann í Durham. Það verkefni varaði í 2 ár. Frá því 1 janúar 2012 hefur Rögnvaldur verið í stöðu sérfræðings við háskólann í Lundi, og hefur þar hlotnast tvo stóra styrki. Í fyrsta lagi frá sænska Vísindaráðinu fyrir verkefnið McTaggart´s Paradox, og síðar frá The Bank of Sweden Tercentenary Foundation fyrir verkefnið Scientific Essentialism: Modernising the Aristotelian Account.

Rögnvaldur einbeitir sér aðallega að verufræði og hefur birt greinar og bækur um tímann, orsakalögmálið, sannleika, og eiginleika. Meðal fremstu verka Rögnvaldar má nefna bókina McTaggart´s Paradox sem gefin var út 2016 í ritröðinni Routledge Studies in Contemporary Philosophy.