Notandi:Kennarinn.is

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kennarinn.is er alhliða gagnabanki um nám og kennslu á Íslandi, og tilgangurinn hans er í grunninn þríþættur:

1)      Að útbúa fjölbreytt og frítt efni á íslensku sem nýtist í námi og kennslu, hvort heldur sem um ræðir námsefni fyrir börn, skipulagsgögn fyrir kennara, veggspjöld í kennslustofur, merkingar fyrir skúffur og skápa eða samfélagstengd gögn á borð við viðburðadagatal, merkisdagatal, átaksverkefni, námsspretti og svona mætti lengi telja.

2)      Að skapa vettvang fyrir fagfólk í menntageiranum til að koma efni sínu á framfæri og aðstoða þá með grafíska vinnu og uppsetningu. Jafnframt að efla samvinnu við félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem styrkja vilja einstaklingsframtakið. Það þarf þorp til að ala upp barn og þjóðfélag til að mennta það. Nám er samfélagsleg ábyrgð og hér skapast vettvangur fyrir stór sem smá fyrirtæki að láta gott af sér leiða í minni sem stærri verkefnum.

3)      Að safna saman öllum þeim upplýsingum sem tengjast uppeldi og menntamálum frá dagforeldrum til háskóla. Útgáfan mun þannig vísa á og/eða geyma fjölbreytt efni tengt rannsóknum, samfélagslegum verkefnum, réttindum, skyldum, lagabókstöfum, námsframboði, fréttapistlum, ábendingar um það sem aðrir eru að gera vel, umsóknarformum og jafnvel dómsmálum sem tengjast málaflokknum.

Kennarinn.is er með algengustu samfélagsmiðlana (PinterestTwitterYoutubeFacebook, Issuu og Instagram) í sinni þjónustu og nýtir þá í hvívetna til að koma efni sínu og menntamálum á framfæri. Kennarinn er með fagputtann á púlsinum, fylgist vel með og vinnur í anda fjölbreytta kennsluaðferða og nálgana. Kennarinn er fjármagnaður með baksíðuauglýsingum og styrkjum þar sem allt efni er frítt og mottóið: Einn fyrir alla!

Framkvæmdastjóri er Unnur María Sólmundsdóttir.