Fara í innihald

Notandi:Juidta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein er enn í drögum, hér geturðu unnið áfram í greininni. Eftir að hafa vistað breytingar geturðu ýtt hér til að flytja greinina á réttan titil. Þú getur beðið um hjálp með hvað sem er á spjallsíðu greinarinnar.

Súrsaðir hrútspungar eru súrsaðir með gömlum hefðum en súrsun virkar þannig að mysan sem féll til þegar það var verið að gera skyrið á sumrin var geymd fram á haust, gerjun hófst en útkoman var kölluð sýra. Slík sýra var oft drukkin eða notuð til að sýra mat. Sýran drepur sýkla auk þess að mýkja hann. Súrmatur í þorramat er t.d súrsaðir hrútspungar, sem fjallað er en einnig er lundabaggar, slátur, bringukollar, sviðasulta, hvalur, sviðalappir. Selshreifar og júgur.[1]

Hrútspungar (ens. Ram´s testicles) fundust ekki í mataruppskriftum fyrr en um árið 1900. Fyrir það var algengast að henda eistum eða sjóða þau í hundamat. Meðal annars var pungurinn notaður til að geyma smádót en þá var pungurinn var hirtur, rakaður, troðinn upp með heyi eða þurru taði, jafnvel hefilspónum eða öðru. Síðan var hann þurrkaður og eltur og stundum notaður sem tóbaksílát eða saumadót. Stundum voru hrútspungar notaðir til að sauma barnaskó.

Þegar heimildir þjóðháttadeildar voru kannaðar varðandi sláturverk, kom í ljós að ekki margir viðurkenndu hrútspunga sem mannamat, ljóst er að hrútspungar voru ekki vinsælir fyrr en á 20. öld. Súrsaðir hrútspungar voru framleiddir á eftirfarandi hátt; eistarnar voru þvegnar, soðnar, þrýstar í mót Sumstaðar voru hrútseistun reykt og soðin en þessu ljúfmeti, ásamt kartöflujafningi, var borið fram á Þorláksmessu í Hrísey í byrjun árið 1900. [2]

  1. https://www.veitingageirinn.is/thorri-thorrablot-thorramatur/
  2. Hallgerður Gísladóttir (1999). Íslensk matarhefð (bls. 121-122). Reykjavík: Mál og menning.