Notandi:Jóna Þórunn/Wikimania-Stockholm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ath! Þetta snið inniheldur engar upplýsingar sem ekki koma fram á aðalsniðinu á meta. Á m:Template:Wikimania 2010 Stockholm/news má sjá nýjustu uppfærslur og fréttir.

Fréttir frá umsóknarferlinu fyrir Wikimania í Stokkhólmi



September 2008
28. september:

  • Sérstakur sunnudagsfundur var haldinn, þar sem erfitt reyndist að fá alla saman á fimmtudagskvöldi. Fimmtudagsfundir hefjast aftur 9. október.
  • Mikael Lindmark dregur sig í hlé, og Oskar Sigvardsson kemur í hans stað.
  • Verkaskipting var rædd aftur, og verkefni hvers og eins skýrt afmörkuð. Tímaáætlun var sett niður, þar sem ákveðinni prósentu hvers verks ætti að vera lokið fyrir næsta fund (9. október). Fyrstu verkefnunum ætti að vera lokið í byrjun nóvember í flestum tilvikum. Þeim sem ljúka verkum sínum snemma verða fengin önnur.
  • Atkvæðagreiðsla var haldin um staðsetningu ráðstefnunnar: Fluff, Bjelleklang, Mike_H, Laaknor, JHS, OskarS, CarinaT and Henrik kusu já við Stokkhólmsháskóla. Enginn var andvígur, en Patricia og Wegge voru fjarverandi. Aðrir valkostir sem ræddir voru voru Konunglegi Tækniháskólinn (KTH), Stockholmsmässan, og Globen.
  • Mike_H var kjörinn sem tímabundinn formaður umsóknarnefndarinnar, en enginn var í mótframboði.
  • Vakið var máls á gestafyrirlesurum ráðstefnunnar; Mike bað alla að koma með tillögur fyrir 9. október, sem er næsti fundur.
  • Carina vakti máls á tillögu sem var fyrst send á póstlistann af Sir48. Lagt er til að staðbundnir fundir verði haldnir í Osló, Helsinki, Kaupmannahöfn og Reykjavík, og að þeir ferðist í hópum til Stokkhólms á ráðstefnuna. Norðmenn, Danir og Finnar á fundinum tóku undir hugmyndina. Carina lagði til að þetta yrði skrifað í umsóknina, og Mike bauðst til að setja það þar. Umsóknarnefndin mun einnig ræða við íslenska hópinn á næstu vikum og leita eftir áliti þeirra.

Ágúst 2008
28. ágúst:

  • Fyrsti opinberi fundur umsóknarnefndarinnar; hægt að lesa hann hér
  • Ákveðið var að búa til póstlista; Henrik ætlar að sjá um hann.
  • Ákveðið var að halda Wikimania í viku 32, sem er eftir sumarfrí flestra Norðurlandanna. Þar með er komin dagsetning; Wikimania 2010 verður haldið 5. til 8. ágúst 2010. Umsóknarnefndarfundir verða haldnir á fimmtudögum héðan af; kl. 18.00 að íslenskum tíma.
  • Nokkrar umræður voru um hvað umsóknarskýrslan þyrfti að innihald; Mike talaði meðal annars um það þegar Atlanta bauð sig fram og dró fram nokkra mikilvæga punkta úr því. Þá er sérstaklega verið að tala um trúarlega staði, s.s. kirkjur og moskur. Hann ætlar að endurskrifa inngang skýrslunnar, redda þýðingum og skrifa opið bréf til valnefndarinnar.
  • Patricia var valin til að líta eftir styrkjamálum. Hún mun leiðbeina fólki frá ólíkum löndum að sækja um styrki hjá ríkisstjórnum eða til að leita upplýsinga um slíkt.
  • Christoffer var valinn til að raða saman lista yfir mögulega gististaði í borginni og finna passlegt hótel. Hann ætlar einnig að skrifa meira um ráðstefnuna sjálf.
  • Lars ætlar að skrifa fjölmiðlahluta skýrslunnar, með því að draga saman um dagblöð, útvarps- og sjónvarpsrásir á Norðurlöndum. Þetta gæti orðið hentugt seinna meir, þegar þarf að auglýsa ráðstefnuna.
  • Carina var valin til að hafa samband við matvælafyrirtæki og veisluþjónustur, og einnig leita upplýsinga um matsölustaði í Stokkhólmi. Þetta verður þó líklega ekki valið fyrr en ráðstefnusalurinn er kominn á hreint.
  • Henrik bauðst til þess að skipuleggja partý, bæði stóra partýið fyrir alla og svo VIP-teitið.
  • Jon Harald var kosinn til að skoða Stokkhólm, afla upplýsinga um staði sem ráðstefnugestir vilja kannski skoða og heimsækja.
  • Anders var settur í það afla upplýsinga um samgöngur.
  • Að lokum voru Fluff og Mikael settir til að taka framboðið í sjálfsmat. Þeir eiga að ganga í saumanna á skýrslunni og finna göt og veikleika hennar.