Notandi:Gislibal/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli Jónsson alþingismaður.

     F. í Litlabæ á Álftanesi 17. ágúst 1889, d. 7. okt. 1970. For.: Jón Hallgrímsson (f. 19. maí 1855, d. 24. mars 1921) útvegsbóndi þar og k. h. Guðný Jónsdóttir (f. 12. ágúst 1857, d. 11. júní 1928) húsmóðir. K. (3. júlí 1920) Hlín Þorsteinsdóttir (f. 5. des. 1899, d. 9. nóv. 1964) húsmóðir, afasystir Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar alþm. For.: Þorsteinn Jónsson og k. h. Guðrún Bjarnadóttir. Börn: Guðrún (1921), Þorsteinn (1924), Haraldur (1928).
     Nam járnsmíði á Ísafirði 1908—1909, vélsmíði í Englandi 1914 og Kaupmannahöfn 1915. Stundaði nám við vélfræðideild Stýrimannaskólans 1913—1914, við Vélstjóraskóla Íslands 1915—1916, lauk prófi frá honum (skírteini nr. 1).
     Kyndari 1910—1911. Vélstjóri á togurum 1911—1913. Vélstjóri á strandferðaskipum 1914—1915. Vélstjóri á skipum Eimskipafélags Íslands 1915 og 1917, yfirvélstjóri á skipum þess 1918—1924. Skip. 1924 umsjónarmaður skipa og véla, sá um smíði allra nýsköpunartogara ríkissjóðs 1945—1950, lausn 1968. Jafnframt framkvæmdastjóri ýmissa félaga og fyrirtækja í Reykjavík og á Bíldudal frá 1933.
     Alþm. Barð. 1942—1956 og 1959, alþm. Vestf. 1959—1963 (Sjálfstfl.).
     Forseti Ed. 1953—1956. 2. varaforseti Ed. 1942—1943 og 1946—1947. (Alþingistíðindi)