Notandi:Friðrik Schram/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friðrik Schram[breyta | breyta frumkóða]

===== Friðrik Schram (

  1. tilvísun fæddur 8. febrúar 1946

) er prestur Íslensku Kristskirkjunnar. =====

Uppruni, fjölskylda og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Friðriks voru hjónin Ólafur Agnar Benediktsson Schram húsgagnasmiður (f.1908, d. 2001) og Stefanía Þuríður Lárusdóttir Schram húsfreyja (f. 1906, d. 1994). Friðrik er kvæntur Vilborgu Ragnarsdóttur Schram fóstru og skrifstofustjóra (f. 13.10.1948). Börn þeirra eru Sigríður, grunnskólakennari (f. 26.12.1969), Ragnar, framkvæmdastjóri (f.12.7.1971) og Ólafur, tónmenntakennari, f.6.10.1973.

Friðrik lauk fullnaðarprófi frá Austurbæjarskólanum í Reykjavík vorið 1958 og gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar vorið 1960. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1966. Hann stundaði nám við Indremisjonsselskapet Bibelskole í Oslo veturinn 1967-68. Hóf nám í guðfræði við Háskóla Íslands haustið 1980 og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1985.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Friðrik vann ýmis verkamannastörf á námsárum sínum í Verslunarskólanum, en að loknu námi þar vann hann um tíma skrifstofustörf hjá Slippfélaginu í Reykjavík eða þar til hann hóf biblíuskólanám í Noregi. Sumarið eftir heimkomuna vann hann í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi en réðist um haustið (1968) til starfa sem deildarstjóri í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík. Þar vann hann í þrjú ár eða þar til hann hóf störf sem gjaldkeri á Aðalskrifstofu Kristniboðssambandsins og KFUM og KFUK í Reykjavík. Eftir þriggja ára starf þar tók hann að sér að þýða Living New Testament (Lifandi orð) á íslansku. Árið 1976 stofnaði hann ásamt hópi annarra samtökin Ungt fólk með hlutverk og var formaður þeirra í 21 ár eða þar til þau voru lögð niður árið 1997. Í framhaldi af því (haustið 1997) gerðist Friðrik einn af stofnendum Íslensku Kristskirkjunnar og varð frá upphafi prestur safnaðarins.

Auk framangreinds sinnti Friðrik kennslu unglinga í Fellaskóla veturinn 1981-82 auk þess sem hann kenndi á Biblíuskólanum á Eyjólfsstöðum á árunum 1989-92. Friðrik hefur verið mjög virkur í kristilegu starfi allt frá unglingsárum sínum, fyrst í KFUM, síðan í Kristilegum skólasamtökum, en þar átti hann sæti um stjórn um tíma. Þá starfaði hann mikið á vegum Ungs fólks með hlutverk og síðan í Íslensku Kristskirkjunni, eins og fyrr var getið, predikaði og sinnti fræðslu og leiðtogaþjálfun. Hann var um tíma meðhjálpari og sunnudagaskólakennari í Breiðholtssókn í Reykjavík og kenndi einnig börnum í öðrum söfnuðum innan þjóðkirkjunnar og í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hann var einnig safnaðarfulltrúi í Breiðholtssókn um tíma. Friðrik sat um skeið í leiðtogaráði Youth With A Mission á Norðulöndum og sótti margar ráðstefnur á vegum samtakanna í ýmsum löndum. Hann var einnig um tíma fulltrúi Íslands í bænahreyfingunni Spiritual Warfare Network (stofnuð af dr. Peter Wagner) og sótti ráðstefnur erlendis á hennar vegum.

Áhrifaþættir í lífi Friðriks[breyta | breyta frumkóða]

Haustið 1972 kynntist Friðrik náðagjafahreyfingunni (The Charismatic Renewal). Náðargjafahreyfingin var alþjóðleg kristin trúarvakning sem hófst "formlega" í Los Angeles snemma á 7. áratug síðustu aldar. Náðargjafahreyfingin breiddist hratt um allan hinn kristna heim og hafði mjög mikil áhrif til endurnýjunar og vakningar í lífi einstaklinga og safnaða. Þessi upplifun Friðriks og sú andlega reynsla (skírn Heilags anda) sem henni fylgdi hafði mikil áhrif á lífi Friðriks til trúarlegrar endurnýjunar. Ein af afleiðingunumn varð stofnun Ungs fólks með hlutverk (UFMH) og sú kristilega trúarvakning sem fylgdi starfi samtakanna. Í samstarfi við séra Halldór Gröndal héldu samtökin vikulegar almennar vakningarsamkomur í allmörg ár í Grensáskirkju í Reykjavík. Voru þær fjölsóttar og höfðu mikil áhrif til trúarlegrar endurnýjunar innan sem utan þjóðkirkjunnar. Starfsfólk UFMH ferðaðist víða um land og hélt samkomur, mót og ráðstefnur á mörgum stöðum, m.a. á Eyjólfsstöðum á Völlum (á Fljótsdalshéraði), en þann stað keyptu samtökin árið 1978 til að reisa þar biblíuskóla og þjálfa fólk til starfa á kristilegum vettvangi.

Í febrúar 1995, þegar Friðrik var staddur í Holy Trinity biskupakirkjunni í Bromptonhverfinu London og fékk þar fyrirbæn, upplifði hann mjög sterka andlega endurýjun öðru sinni (svokölluð "Tornto blessing") sem leiddi síðan til þess að hann hvatti til stofnunar nýs safnaðar sem hlaut nafnið Íslenska Kristskirkjan og sem getið var hér að ofan. Nafnið "Toronto blessing" er rakið til þess að endurnýjunarhreyfing þessi átti upphaf sitt í Toronto í Kanada í byrjun árs 1994 og breiddist þaðan út um allan heim

Þessar tvær reynslur (skírn Heilags anda árið 1972 og Toronto blessunin árið 1995) urðu afgerandi áhrifaþættir í lífi og starfi Friðriks og vöktu með honum hugsjón og styrk til að beita sér í kirkjulegu- og kristilegu starfi upp frá því.

Ritstörf og þáttagerð[breyta | breyta frumkóða]

Á námsárum sínum í Verslunarskóla Íslands sat Friðrik um tíma í ritnefnd Kristilegs skólablaðs. Hann ritstýrði fréttablaði UFMH, Hlutverki, um skeið og einnig "Til fræðslu og fyrirbænar" sem einnig var gefið út af samtökunum. Eftir stofun Ísl. Kristskirkjunnar ritstýrði hann Fréttabréfi safnaðarins. Hann þýddi, eins og fyrr sagði, "Living New Testament" (nema 1. Korintubréf) auk annarra bóka("Þykir þér raunverulega vænt um mig?"), einn eða með öðrum. Hann skrifaði bækurnar "Tengsl tveggja heima" og "Grunnur að góðu líf". Hann framleiddi sjónvarpsþætti um 10 ára skeið ("Á réttri leið" og "Um trúna og tilveruna") sem sýndir voru vikulega á sjónvarpsstöðinni Omega. Hann hefur skrifað margar greinar í dagblöð og komið sjónarmiðum sínum á framfæri í ýmsum öðrum fjölmiðlum.

{{f: 1946}}