Notandi:Davidbjarna99/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dverg Krókódílar[breyta | breyta frumkóða]

Dverg Krókódílar
Dverg Krókódíll
Dverg Krókódíll
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Chordata
Flokkur: Sauropsida
Ættbálkur: Crocodilia
Ætt: Crocodylidae
Ættkvísl: Osteolaemus
Cope, 1861
Tegund:
O. tetraspis

Tvínefni
Osteolaemus tetraspis
Cope, 1861
Búsvæði Dverg Krókódíla í grænu
Búsvæði Dverg Krókódíla í grænu
Subspecies
  • O. t. tetraspis Wermuth & Mertens (1961)
  • O. t. osborni (Schmidt (1919)) Wermuth & Mertens (1961)

Dverg krókódílar er lítil tegund krókódíla sem finnst helst í regnskógum vestur afríku. Þetta er minnsta tegund allra krókódíla og einnig mest áberandi með breitt trýni og sterka skel sem ekki allir krókódílar hafa.

Stærð þeirra getur verið allt að 1.9 metrar, en þeir eru að meðaltali 1.6 metrar.Þyngstu og stærstu krókódílarnir fyrir karlkyn geta verið allt að 80kg og kvenkynið getur verið upp í 40kg. Krókódíllinn er næturdýr og almennt einmanna dýr sem leitar að lítilli bráð. Dverg Krókódílinn er einnig minnsta tegund krókódíla sem til er.

Búsvæði og Æxlunarferill[breyta | breyta frumkóða]

Krókódílarnir eru á suðrænum láglendum svæðum sunnan Sahara Vestur-Afríku og Vestur- Mið-Afríku. Ræktun þeirra byrjar þannig að kvenkynið býr til hreiður í upphafi blautri árstíð sem er sirka maí og júní. Hreiðrin eru oftast nálægt vatni og eggin geta myndað nokkurs konar plöntuefni. Oftast er lítill fjöldi af Dverg Krókódíla eggjum vegna þess þetta er mjög fámenn tegund. Það er oftast verpt um það bil 10 eggjum eða meira, stundum alveg upp í 20 en það er frekar óalgengt. Kvenkynið verndar hreiðrið vel meðan á meðgöngutíma, í byrjun lífs litlu kródílana þarf kvenkynið að passa þau vegna rándýra sem eru að leita að bráð.

Almennar og skemmtilegar staðreyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Dverg krókódíllinn er með gulan maga með svörtum plástur
  • Allur líkaminn þeirra hefur sterka skel sem verndar þau
  • Krókódíllinn er næturdýr, eða gerir allt á næturnar
  • Hann heldur sig í burtu frá sól til að halda líkamshita á góðu stigi
  • Þeir hafa beittar tennur, með augu og nef sem eru fyrir yfir trýnið sem gerir þeim kleift að anda í kafi.
  • Krókódílarnir geta verið allt að 75 ára gamlir
  • 4-5 ár eftir fæðingu eru þeir taldir vera fullorðin
  • Rétt eftir fæðingu gera dýrin mjög hávær hljóð til að kalla á foreldri sitt
  • Krókódíllinn er kjötæta sem borðar helst fisk á þurra árstímanum

Saga Dverg Krókódíla[breyta | breyta frumkóða]

Þeir komu fyrst fram fyrir um það bil 23 milljón árum og síðan þá hefur dýrið þróast mjög mikið.

Heimildir :[breyta | breyta frumkóða]

[1]

[2]

[3]

[4]

[5]

  1. http://www.crocodilian.com/
  2. https://portals.iucn.org/library/node/7401
  3. http://www.theanimalfiles.com/reptiles/crocodiles_alligators/dwarf_crocodile.html
  4. http://www.lpzoo.org/animal/dwarf-crocodile
  5. http://www.arkive.org/dwarf-crocodile/osteolaemus-tetraspis/