Notandi:B.geir.hall/sandkassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MANNSHVÖRF Á ÍSLANDI & HORFNIR ÍSLENDINGAR ERLENDIS[breyta | breyta frumkóða]

SAKNAÐ Á LANDI[breyta | breyta frumkóða]

Þessi listi yfir mannshvörf stendur saman af mannshvörfum á Íslandi og íslendingum sem horfið hafa erlendis. Listin nær yfir tímabilið 1930-2018. Sum tilfellin eiga sínar skýringar svosem náttúruhamfarir, slysfarir og sjálfsvíg. Í öðrum tilfellu eru engar skýringar né örugg ástæða þess að viðkomandi hvarf. Telja má líklegt að einhver hluti þeirra einstaklinga sem finnast á listanum hafi horfið með beinum eða óbeinum hættum af mannavöldum.

Þessi listi er tekin saman af Bjarka Hólmgeiri Hall á vegum vefsíðunar mannshvörf.is og facebooksíðunar íslensk mannshvörf. Heimildaröflun hefur að mestu farið fram í gegnum yfirlestu prentmiðla frá því tímabili sem listinn nær yfir og í sumum tilfellum ættingja þeirra sem horfið hafa. Ábendinga og athugasemdir má senda á mannshvarf@gmail.com - Fullum trúnaði er heitið.

30.01.1930 - Friðjón Friðriksson 21 árs: Hvarf af fluttningaskipinu Vestra sem lá við bryggju í hafnarborg í Portúgal.

00.00.1930 - Sveinfríður Einarsdóttir 22 ára: Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetting á hvarfi Sveinfríðar en vitað er að hún hvarf að vori eftir að hafa farið frá vinkonu sinni á Sauðárkróki og var hún þá á heimleið.

09.10.1930 - Sveinbjörn Jakobsson 46 ára: Búsettur í Ólafsvík. Var ný kominn í land í Reykjavík eftir síldarvertíð. Síðast sást til hans í grend við húsið Sauðagerði sem stóð við Kapplaskjólsveg í Reykjavík. Talið var af lögreglu að hvarf hans hafi mögulega orðið af mannavöldum.

30.06.1931 - Ásmundur Hjörtur Einarsson 19 ára: Sást síðast í Kollafirði skammt frá Reykjavík. Talinn hafa horfið með kajak sem hann átti og möguega var talið að hann hafi verið á er hvarfið bar að.

25.03.1932 - Gunnlaugur Ólafsson Arnfeld 30 ára: Hvarf á Akureyri. Var ný kominn aftur til Íslands frá vesturheimi eftir að hafa mist þar konu sína og barn af slysförum.

03.05.1932 - Þorsteinn Þorsteinsson 58 ára: Búsettur að Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Hafði dvalið á gistiheimili á Akureyri í einhvern tíma er hann hvarf þar sporlaust.

20.08.1932 - Kristjana Anna Eggertsdóttir 38 ára: Hvarf á Breiðafirði.

23.12.1933 - Sigurlaugur Sigfinnsson 28 ára: Fór frá heimili sínu sem var á Garðavegi í Hafnafirði í óljósum erindargjörðum og hvarf sporlaust.

18.01.1938 - Gísli Ásmundsson 33 ára: Skipverji á bátnum Sviða sem lá við bryggju í hafnarbænum Hull á Englandi er hann hvarf þar sporlaust.

12.10.1938 - Þorleifur Jónatansson 83 ára: Búsettu að bænum Hömrum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi og hvarf þar í nágreninu.

23.05.1939 - Tryggvi Júlíus Guðmundsson 73 ára: Fór frá heimili sínu, Lundargötu 4 á Akureyri og sást ekki eftir það. Bátur sem hann átti fannst þó skammt frá landi og var talið að hann hafi fallið í sjóinn er hann var að ýta honum frá landi.

19.06.1941 - Runólfur Kristberg Einarsson 3 ára: Fór ásamt systur sinni og fleiri börnum frá bænum Dalalandi í Vopnafirði til að færa föður sínum og fleiri mönnum er unnu að lagfæringu hestaslóða í fjallinu skammt frá bænum kaffi og matabita. Er þvi var lokið snéru þau heim á leið en þegar þau voru hálfnuðu vildi Runólfur snúa aftur til föður síns sem hann og gerði. Hann kom hinsvegar aldri til föður síns og hófst þá mikil leit. Það eina sem fannst var skór sem talinn var tilheyra Runólfi. Yngir bróðir Runólfs, Geirfinnur Einarsson að nafni, sem var ófæddur þegar þetta á sér stað hvarf í Keflavík 19.11.1974.

21.11.1943 - Gísli Jóhannsson 42 ára: Fór af óljósum ástæðum frá heimili sínu, Fjólugötu 3 á Akureyri og sást aldrei eftir það.

04.01.1945 - Hannes Pálsson 25 ára: Fæddur og uppalinn á Akureyri en var búsettur að Grettisgötu 51 í Reykjavík er hann hvarf á leið til vinnu sinnar snemma morguns. Að sögn ættingja hafði hann sagt skömmu fyrir hvarfið að hann ætti sennilega eftir að koma sér í vandræði því hann ætti það til að stytta sér leið yfir svæði sem herinn hafði til umráða.

16.05.1946 - Baldvin Baldvinsson 69 ára: Frá Svalbarði á Svalbarðsströnd en var búsettur á Akureyri er hann hvarf þar sporlaust.

19.12.1946 - Árni Ólafsson 49 ára: Búsettur að Brekkugötu 29 á Akureyri. Síðast er vitað um ferðir hans er hann var staddur í heimsókn seinni part dags að Strandgötu 13 á Akureyri. Nokkru eftir hvarf hans vakti það grunnsemdir að hattur Árna, sem hann skildi helst aldrei við sig fannst í fórum þeirra sem bjuggu í áðurnefndu húsi á Strandgötu án þess að húsráðendur gætu gert grein fyrir því. Sama dag hvarf einnig Aðalsteinn Guðmundsson, lögfræðingur um þrítugt á Akureyri en fannst nokkrum dögum síðar drukknaður við Oddeyrartanga.

27.06.1947 - Pétur Einarsson 63 ára: Búsettur að Vesturvegi 13 á Seyðisfirði er hann hvarf. Talinn hafa drukknað í Fjarðará.

03.04.1948 - Ragnar Guðmundsson 35 ára: Búsettur að Ferjubakka í Borgarfirði. Hafði farið til erindagjarða að Hvanneyri er hann hvarf og hafði ætla að taka sér far með mjólkurbílnum en bílstjórinn kannaðist ekki við að hafa tekið hann upp í.

17.05.1950 - Matthías Ásgeir Pálsson 6 ára: Búsettur á Flateyri og talinn hafa fallið í höfnina þar.

06.10.1950 - Garðar Gunnar Þorsteinsson 20 ára: Frá Súðavík en búsettur í Reykjavík. Var skipverji á Eldey EA sem nýlega var lögst að bryggju í Reykjavík er hann hvarf sporlaust. Var ekki sakna fyrr en 10 dögum síðar er bróðir hans hafði séð hann síðann hann kom í land.

26.02.1951 - Hjörtur Bjarnason 50 ára: Frá Seyðifirði. Var skipverji á bátnum Víkingi sem lá við bryggju í Aberdeen í Skotlandi er hann hvarf. Hafði hann orðið viðskila við tvo skipsfélaga sína á veitingastað Aberdeen er þeir fóru út að skemmta sér og sást ekki eftir það.

14.04.1951 - Svavar Þórarinsson 34 ára: Búsettur að Bragagötu 38 í Reykjavík er hann hvarf. Hann tók sér far með strandferðaskipinu Herðubreið en eftir að hann var saknað virtist enginn gera sér fullkomlega grein fyrir því hvort hann hafi farið einhverstaðar í land á viðkomustöðum skipsinns eða fallið fyrir borð.

10.05.1952 - Vilhjálmur Guðjónsson 50 ára: Fór frá Reykjavík til Vestmannaeyja með strandferðaskipinu Heklu en ekki liggur fullkomlega ljóst fyrir hvort hann fór alla leið með skipinu og fór þar í land eða féll útbyrðis á leiðinni.

06.08.1953 - Anthony Prosser 21 árs & Ian Harrison 23 ára: Breskir háskólanemar sem voru við rannsóknarstörf á Öræfajökli er þeir hurfu.

09.10.1953 - Magnús Guðlaugsson 34 ára: Fæddur og uppalinn á Bolungavík en búsettur að Leifsgötu 4 í Reykjavík er hann hvarf sporlaust. Magnúsar var ekki saknað fyrr en þrem mánuðum eftir að síðast var vitað um ferðir hans.

19.08.1955 - Magnús Pétur Ottósson 44 ára: Hvarf sporlaust í Reykjavík.

30.01.1956 - Jón Erlendsson 26 ára & Jón Ólafsson 22 ára: Báðir búsettir í Keflavík og hurfu þar að nóttu til eftir að hafa yfirgefið samkvæmi í heimahúsi af óljósri ástæði.

15.12.1956 - Pétur Guðmundsson 35 ára: Búsettur í Reykjavík. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugavegi í Reykjavík en var ekki saknað fyrr en vorið 1957 er móðir hans var orðin áhyggjufull.

21.04.1957 - Lárus Stefánsson 60 ára: Fór að óljósum ástæðum frá heimili sínu, Tjarnargötu 1 í Sandgerði og hefur ekki sést síðan.

01.04.1959 - Halldór Halldórsson 62 ára: Búsettur í Kanada. Hafði sagt nágranakonu sinni að hann ætlaði að fara og ná fram hefndum á morðingja dóttur sinnar og hefur ekki sést síðan.

29.09.1961 - Vilhjálmur Guðmundsson 65 ára: Búsettur að Urðarvegi 7 í Vestmannaeyjum og hvarf þar. Síðast er vitað um ferðir hans á gangi ofarlega á Heiðarvegi og var talið að hann væri á leið upp í kálgarð sem hann átti þar fyrir ofan.

28.07.1963 - Jörgen Viggósson 24 ára & Kristinn Ólafsson 27 ára: Taldir hafa farið út á lítilli trillu sem faðir Jörgens átti í einhverjum óljósum erindagjörðum.

30.12.1963 - Bárður Jónsson 68 ára: Frá Vík í Mýrdal en var búsettur að Borgarhólsbraut 37a í Kópavogi. Síðast sást til hans fótgangandi í grend við Nýbýlaveg 22 í Kópavogi.

23.05.1964 - Jónatan Árnason 49 ára: Frá Flatey á Skjálfanda en var búsettur að Brimarhól í Vestmanneyjum er hann hvarf. Ungur Vestmannaeyingu drukknaði og annar var hætt kominn er þeir tóku þátt í leit að Jónatan.

06.02.1965 - Jón Gunnar Pétursson 19 ára: Frá Hólmavík. Var háseti á Skúla Magnússyni sem lá við bryggju í Cuxhaven í Þýskalandi. Fór hann ásamt tveim skipsfélögum sínum að skoða bæjarlífið en varð viðskila við þá og sást ekki eftir það.

14.12.1965 - Elísabet Bahr Ingólfsson 39 ára: Af þýskum ættum en með íslenskan ríkisborgararétt. Fór um miðjann dag frá heimili sínu, Háaleitisbraut 24 í Reykjavík af óljósum ástæðum. Sást síðar lítið eitt slösuð skammt frá Öskjuhlíð og tjáði hún manni sem hafði tal af henni að einhver væri að elta sig. Á hún jafnframt að hafa sagt að hun þyrftu að komast í ákveðið hús við Bogahlíð áður en leiðir þeirra skildu.

30.11.1968 - Magnús Teitsson (Max Robert Heinrich Keil) 60 ára: Fæddur og uppalinn í Þýskalandi en hafði fengið íslenskan ríkisborgararétt. Var búsettur að Þinghólsbraut 63 í Kópavogi. Hafði hann ætlað að koma heim í kvöldmat eftir að hafa aðstoðað kunningja sinn að Sæbóli í Kópavogi við bókhald. Þegar kona Magnúsar fór að undrast um hann um kvöldmatarleitið kom í ljós að bifreið hans stóð í heimkeyrslunni og hafði augljóslega verið ný komin þangað. Lyklar bifreiðarainnar sem bar skráningarnúmerið Y33 voru í læsingu bílstjórahurðar. Aldrei fannst neitt sem sem útskýrt gat hvarf Magnúsar.

12.05.1969 - Bernard Journet 22 ára: Franskur ferðamaður sem kom til Vestmannaeyja árið 1967 en ílengdist þar og vann fyrir sér í fiski. Síðast sást til hans fótgangandi á leið inn Herjólfsdal.

28.11.1969 - Kristjón Ágústsson Tromberg 47 ára: Húsgagnabólstrari, búsettur á Ásvallagötu í Reykjavík og sást þar síðast svo öruggt sé. Reyndar taldi vitni sem gaf sig fram nokkru eftir að lýst var eftir Kristjóni í fjölmiðlum sig hafa séð hann á gangi í Gálgahrauni á Álftanesi.

12.06.1970 - Jón Albert Þorvarðarson 73 ára: Vitavörður í Gróttuvita. Talinn hafa fallið úr bát sínum sem fannst skammt frá Gróttu með grásleppunet flækt í skrúfunni.

17.10.1970 - Viktor Bernharð Hansen 41 árs: Fór til rjúpnaveiða á Bláfjallasvæðinu ásamt félaga sínum. Þeir lögðu Ford Bronco bifreið Viktors skamt frá Þríhnjúkum en hann skilaði sér ekki aftur þangað á fyrirfram ákveðnum tíma. Viktor hefur aldrei fundist þrátt fyrir gríðar umfangsmikla leit.

13.11.1970 - Jón Reykjalín Valdimarsson 49 ára: Búsettur við Aðalgötu 9 í Keflavík. Sást síðast við verslunina, Lindina sem var við Hafnargötu i Keflavík seinnipart dags.

26.03.1972 - Sverrir Kristinsson 22 ára: Frá Höfnum á Reyjanesi. Stundaði nám í Háskóla Íslands og bjó á Nýja Garði. Hvarf þaðan skömmu eftir að leigubíll hafði ekið honum heim eftir dansleik í skemmtistaðnum Klúbbnum. Af ókunnum ástæðum reyndi lögregla að spyrða hvarf Sverris inn í Guðmundar og Geirfinnsmálið með því að fá þá sem síðar voru dæmd til að játa á sig morð á Sverri þrátt fyrir að lögregla teldi það af og frá að hvarf hans hafi orðið með saknæmum hætti á þeim tíma þegar Sverris var leitað.

01.01.1973 - Erlendur Guðlaugur Jónsson 60 ára: Búsettur að Suðurgötu 40 á Siglufirði og hvarf þaðann að kvöldi til.

17.02.1973 - Kristinn Ísfeld 29 ára: Ólst upp á Patreksfirði. Síðasti dvalarstaður hans svo vitað sé var í Hjálpræðishernum og sást síðast til hans svo öruggt sé í nágrenni þeirra húsakynna.

06.09.1973 - Einar Vigfússon 46 ára: Sellóleikari hjá Sinfoníjuhljómsveit Íslands. Fór frá heimili sínu, Fjólugötu 5 í Reykjavík seint að kvöldi og sást ekki eftir það.

27.01.1974 - Guðmundur Einarsson 18 ára: Búsettur í húsi sem hét Hraunprýði í Blésugróf í Reyjavík. Hann hvarf sporlaust eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnafirði. Talið er að sést hafi til hans síðast á gangi eftir Hafnafjarðarvegi. Fjögur ungmenni voru dæmd fyrir aðild að hvarfinu í hinu svokallaða Guðmundar og Geirfinnsmáli þó lík hans finndist aldrei og framburðir fjórmenningana væru óáreiðanlegir. Málið var svo endurupptekið og fólkið síknað fyrir hæstarétti í september 2018.

02.06.1974 - Reynir Dagbjartsson 18 ára: Talinn hafa drukknað í Reyðarvatni í Lundareykjadal.

25.08.1974 - Bjarni Matthías Sigurðsson 79 ára: Búsettur á Ólafsvík. Hvarf þegar hann var í berjamó ásamt dóttur sinni og tengdasyni á svæði sem kallað er Hólahólar utarlega á Snæfellsnesi. Sporhundar röktu slóð hans upp á aðalveg en hverfi fannst tangur né tetur af Bjarna eða búnaði hans til berjatýnslu.

04.09.1974 - Willy Peterson 44 ára: Sjómaður frá Færeyjum sem búsettur hafði verið á Íslandi frá því um 1960. Síðasta aðsetur Willy er talið hafa verið að Hverfisgötu 16 en þar bjó hann með konu sem hann var ný skilinn við er hann hvarf sporlaust í Reykjavík. Willy hafði samband við við frænda sinn í síma sem bjó á Suðureyri 4. september 1974. Áður en símtalið kost á stað af einhverju marki brutust út læti í bakgrunni og símtalið slitnaði. Frændi hans tilkynnti hvarfið til Lögreglu sem hafði lítinn áhuga. Aldrei var gerð formleg leit af Willy né auglýst eftir honum í blöðum. Af einhverjum óskyljanlegum ástæðum gerðu rannsakendur Guðmundar og Geirfinnsmála tilraun til að spyra hvarf hans við ungmenninin sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þrátt fyrir að hafa ekki sýnt hvarfi hans neinn áhuga þegar það var tilkynnt til lögreglu.

19.11.1974 - Geirfinnur Einarsson 32 ára: Búsettur að Brekkubraut 15 í Keflavík. Hvarf eftir að hafa sagt vini sínum að hann væri að fara á dularfullt stefnumót við óþekkta menn í Hafnarbúðinni í Keflavík kl: 22:30. Þrjú ungmenni voru dæmd fyrir aðild að hvarfi Geirfinns í svokölluðu Guðmundar og Geirfinnsmáli þrátt fyrir að lík hans finndist aldrei. Árið 2018 var málið endurupptekið fyrir hæstarétti og voru þremenningarnir sýknaðir af dómum þeim sem það hafði hlotið. Runólfur Kristberg, eldri bróðir Geirfinns hvarf sporlaust aðeins 3 ára gamall á æskuslóðum þeirra, Dalalandi í Vopnafirði árið 1941.

20.12.1974 - Sveinn Kristinn Davíðsson 49 ára & Ólafur Sigurðsson 19 ára: Saknað eftir að mannskaætt snjóflóð féll á athafnarsvæði Síldarvinslunar Neskaupstað.

02.05.1975 - Sigurður Þórir Ágústsson 48 ára: Flugvirki, búsettur að Sogavegi 78 í Reykjavík. Bifreið hans fannst skammt frá Reykjanesvita. Sporhundar röktu slóð hans frá bílnum fram á bjargbrún, þaðan niður í fjöru og aftur að bílnum.

08.06.1976 - Þórarinn Gestsson 24 ára: Búsettur á bænum Forsæti í Villingaholtshreppi en sótti vinnu á Selfoss. Sást síðast skammt frá brúnni yfir Ölfusá á Selfossi.

25.11.1976 - Gunnlaugur Guðmundsson 70 ára: Fór frá heimili sínu, Barmahlíð 50 í Reykjavík að kvöldi til og er ekki vitað hvert ferð hans var heitið. Ekki löngu fyrir hvarfið kom Gunnlaugur fram í sjónvarpsþætti í umsjón Helga Péturssonar og syni þar nokra dansfimi og var teki viðtal við hann en hann þótti gríðar fær dansmaður og hafði mjög afgerandi skoðanir á þeirri list. Umræddan sjónvarpsþátt má finna á vefsíðunni you-tube.

29.05.1977 - Sturla Valgarðsson 22 ára: Vélstjóramenntaður, búsettur að Brekkubyggð 6 á Blönduósi þar sem hann hvarf.

17.06.1978 - Stefán Ragnar Ægisson 18 ára, Símon Jóhann Hilmarsson 18 ára, Gunnar Jónsson 17 ára & 1978 Egill Antonsson 16 ára: Það síðast sem vitað er um ferðir þessara fjórmenninga er að tveir lögreglumenn á Dalvík sáu þá sigla þaðan á litlum árabát með unanborðsmótor áleiðis til Hríseyjar. Samkvæmt framburði áðurnefndra lögreglumanna fylgdust þeir með þeim í sjónauka unns þeir voru komnir inn fyrir innsiglinguna í Hrísey. Enginn í Hrísey kannast sammt við að hafa orðið þeirra var og aldrei fannst neitt sem tengist mönnunum fjörum nema ein ár sem talin var vera úr bátnum og skór sem talinn var vera af einu þeirra.

19.05.1979 - Ólafur Haraldur Kjartansson 25 ára: Fór frá heimili sínu, Sandholum í Bitrufirði og hvarf. Skömmu síðar fannst bátur hans á floti út á firðinum og var talið að hann hafi falllið útbyrðis.

24.10.1979 - Sigbjartur Björn Sigurbjörnsson 29 ára: Búsettur að Hjallabyggð 9 á Suðureyri og skipverji á Sigurborgu GK sem stödd var í Vestmannaeyjum er hann hvarf. Síðast sást til hans yfirgea verbúð sem hann hafði verið gestkomandi í kl 4:00 að nóttu og ætlaði hann þá a fara til skips. Sigbjartur fannst aldrei þrátt fyrir umfangsmikla leit.

12.02.1980 - Guðlaugur Ragnar Kristmannsson 56 ára: Fór fótgangandi frá heimili sínu, Granaskjóli 4 í Reykjavík snemma borguns á leið til vinnu en hann var einn af eigendum J.B.P verslunar sem var til húsa á horni Mýrargötu og Ægisgötu.

30.07.1982 - Ómar Kristjánsson 21 árs & Björn Bergþór Jónsson 18 ára: Taldir hafa drukknað í Þingvallavatni.

19.01.1985 - Kristján Árnason 29 ára: Hvarf í Reykjavík. Vitni gáfu sig fram eftir að auglýs var eftir honum sem töldu sig hafa sé hann upp í Breiðholti og einnig um borð í Akraborginni á leið upp á Akranes. Við athugun kom þó í ljós að hann hafði ekki keypt sér farmiða með skipinu.

26.05.1985 - Stefán Þór Hafsteinsson 25 ára: Talinn hafa drukknað í Þingvallavatni.

17.06.1986 - Guðný Helga Hrafnsdóttir Tulinius 19 ára: Hvarf sporlaust í Noregi.

28.04.1987 - Eva Bryndís Karlsdóttir 52 ára: Hvarf sporlaust frá heimili sínu í Vestmannaeyjum klukkan þrjú að nóttu til.

22.11.1987 - Guðmundur Finnur Björnsson 20 ára: Hvarf úr biðröð fyrir utan skemmtistaðinn Hollywood í Ármúla í Reykjavík. Hundar röktu slóð hans í gegnum hlíðarhverfið út á Reykjavíkurflugvöl og þar kannaðist vaktmaður að hafa átt í samskiptum við hann. Maður þessi sagðist svo hafa horft á eftir honum ganga í átt að Öskjuhlíð. Sporhundar fundu heinsvegar ekki slóð lengra en út að flugvellinum.

24.12.1987 - Jón Ólafsson 47 ára: Skipstjóri, búsettur að Egilsbraut 26 í Þorlákshöfn. Kom til barnsmóður sinnar í Hveragerði með son þeirra á aðfangadag en ekki er vitað með neinni vissu um ferðir hans eftir það nema hvaðð bifreið hans fannst mannlaus skammt frá brúnni yfir Sogið í Grímsnesi.

18.10.1988 - Kristinn Rúnarsson 27 ára & Þorsteinn Guðjónsson 27 ára: Hurfu í fjallgöngu í Nepal. Báðir vel útbúnir og þaul vanir fjallgöngumenn.

08.03.1989 - Gunnar Bjarki Vestfjörð 25 ára: Saknað eftir að snjóflóð hafnaði á bifreið sem hann var í undir Óshlíð á Vestfjörðum.

02.11.1991 - Bernódus Örn Finnbogason 16 ára: Saknað eftir að bifreið sem hann var farþegi í fór út af veginum undir Óshlíð á Vestfjörðum.

06.10.1991 - Ari Kristinn Gunnarsson 30 ára: Búsettur að Melasíðu 5 á Akureyri. Ara var hvarf í fjallgönu í Nepal.

23.12.1993 - Sigtryggur Jónsson 73 ára: Hvarf frá heimili sínu, Hríseyjargötu 21 á Akureyri.

26.01.1994 - Júlíus Karlsson 14 ára & Óskar Halldórsson 13 ára: Hurfu svo gott sem sporlaust í Keflavík. Margar ábendingar bárust um hvarf þessara drengja en sennilegast þótti að þeir hefðu fallið fyrir björg við gömlu olíutankana sem stóðu skammt frá höfninni í Keflavík.

14.04.1994 - Sigurður Helgi Sveinsson 13 ára: Var við leik ásamt tveim vinum sínum út á Stafnesi í Vestmannaeyjum er alda hreif hann og skolaði út á haf.

13.06.1994 - Giuseppe Mirto 29 ára: Ítalskur ferðamaður sem talinn er hafa fallið í Gullfoss. Enginn varð þó vitni af því.

19.06.1994 - Valgeir Víðirsson 29 ára: Hvarf frá heimili sínu, Laugavegi 143 í Reykjavík á reiðhjóli að kvöldi til. Áhveðnar vísbendigar hefa lögnum þótt benda til þess að hann hafi horfið af mannavöldum og þykrir það vera nánast öruggt að honu hefur veri ráðinn bani og að það tengist fíkniefnaviðskiptum og undirheimastarfssemi í Reykjavík. Tveir menn voru handteknir nokkrum árum eftir hvarf Valgeirs án þess að nokkur botn fengist í málið né að væri gefin út handtaka.

06.09.1997 - Michael Leduc 19 ára: Franskur ferðamaður sem síðast er vitað um í grend við Hvolsvöll og var hans mikið leitað á þeim slóðum. Vitni gaf sig þó fram skömmu eftir hvarf hans sem taldi sig hafa tekið hann upp í bílinn en látið hann út á Reyðarfirði en aldrei fór fram nein leit á þeim slóðum.

12.10.1999 - ÓÞEKKTUR KARLMAÐUR 22 ára: Lettneskur sjómaður sem hvarf sporlaust af skipinu Mermaid Eagle sem var að sækja brotajárn til Íslands og lá við bryggju í Straumsvík.

25.09.2000 - Sveinn Kjartansson 42 ára: Pípulagningameistari búsettur í Reykjavík. Bifreið hans fannst skammt frá Klettagörðum.

02.08.2002 - Pálmi Þórisson 22 ára: Saknað etir að bifreið sem hann var farþegi í fór út af veginum við Brúarhlöð og hafnaði í Hvítá.

10.08.2002 - Davides Paites 33 ára: Ítalskur ferðamaður. Hann fékk að geyma farangur sinn í sundlaug Grenivíkur meðan hann gegni út í eyðibyggðinna á Látraströnd utan við Grenivík. Hann séri hinsvegar aldrei aftur úr þeirri för.

12.08.2007 - Thomas Grund 24 ára & Matthias Hinz 29 ára: Þýskir ferðamenn sem hugðust ganga á svínafellsjökul en snéru ekki aftur úr þeirri för.

27.10.2010 - Matthías Þórarinsson 21 árs: Búsettur ásamt móður sinni á bænum Stekk á Kjalarnesi og sást síðast þar svo öruggt sé. Bifreið hans sem var gamall, frambyggður rússajeppi sem hafði verið innréttaður sem húsbíll fannst brunninn til kaldra kola i malargrifju skammt frá heimili hans í janúar 2011 en ekkert fannst þó við rannsókn á bílnum sem upplýst gæti um afdrif Matthíasar.

06.02.2013 - Grétar Guðfinnsson 45 ára: Hvarf frá heimili sínu á Siglufirði. Fatnaður hans fannst skömmu síðar í fjörunni utan við bæjinn.

31.03.2013 - Friðrik Kristjánsson 30 ára: Hvarf sporlaust í Paragvæ. Talið er að hvarf hans hafi orðið með saknæmum hætti og var annar íslendingur grunaður um aðild að því um tíma án þess þó að hægt væri að sanna það.

11.06.2013 - Jón Ólafsson 69 ára: Talinn hafa drukknað í Hjaltastaðaá í Skagafirði.

18.09.2014 - Christian Mathias Markus 34 ára: Þýskur ferðamaður sem dvalið hafði á hótel Breiðuvík á Vestfjörðum. Bifreið sem hann hafði til umráða fannst skammt frá Látrabjargi.

12.12.2014 - Þorleifur Hallgrímur Kristínarson 20 ára: Hvarf í Fredrikhaven í Danmörku.

14.10.2015 - Hörður Björnsson 25 ára: Sást síðast á gangi að nóttu til á Laugarásvegi í Reykjavík.

26.12.2015 - Guðmundur Geir Sveinsson 41 árs: Hvarf á Selfossi. Sást síðast í nágreni við Ölfusá.

01.06.2016 - Zaki Ibrahim Hala Mohamed 47 ára: Íslenskur ríkisborgari og hafði búið hér heima og starfað í nokkur ár. Samkvæmt íslenskum yfirvöldum hvarf hún í Egyptalandi sem er hennar fæðingar land en á vef interpool segir að hún hafi horfið á Íslandi. 23.01.2018 - Ríkharður Pétursson 46 ára: Hvarf á Selfossi.

24.02.2018 - Haukur Hilmarsson 32 ára: Talinn hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi.

12.07.2018 - Jóhann Gíslason 49 ára: Hvarf sporlaust á Alcante. Síðast sást til hans á fótgangandi og virtist leið hans liggja niður að strönd.