Fara í innihald

Notandi:Ameliaosk9898/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tannkoli


Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Flatfiskar (Pleuronectiformes)
Ætt: Flatfiskaætt (Pleuronectidae)
Ættkvísl: Atheresthes
Tegund:
A. stomias

Tvínefni
Atheresthes stomias
(D. S. Jordan & C. H. Gilbert, 1880)

Atheresthes stomias (Arrowtooth Flounder) eða tannkoli á íslensku, er flatfiskur af ættinni Pleuronectidae. Tannkoli er ólíkur öðrum fiskum að því leyti að hann sér einungis með hægra auganu en vinstra augað er ekki á réttum stað heldur er það ofar en hægra augað og er það sjáanlegt frá blindu hliðinni. Augnhliðin hefur tilhneigingu til að vera dökk/grábrún til ólífubrún en blinda hliðin er hins vegar ljósgrá til hvít á litinn. Efrikjálkinn nær yfir eða fyrir utan bakhlið neðri augans. Með þessa tegund af fisk er endaþarmshryggurinn ekki til staðar, höfuðbeinin sem tálknaplatan er samsett úr er C-laga en ekki hyrndur eins og venjulega. Kviðugginn er á öðrum stað á tannkolanum en á öðrum fiskum, hann byrjar hjá miðju auganu. Tannkolinn hefur mög stórann munn með tveimur röðum af skörpum tönnum sem eru í laginu eins og örvar.

Tannkoli er einn af stærstu meðlimum flatfiska en hámarkslengd hans er 84 cm og getur hann vegið um 8 kg. Þeir geta lifað í allt að 27 ár en þeirra helsta fæða er rækja og ljósáta.

Tannkoli er fyrst og fremst veiddur af togara sem starfa úr höfnum í Washington og Oregon. Afli tannkola frá Kaliforníu er takmarkaður. Það eru takmarkaðir markaðir fyrir tannkola vegna lélegra gæða þeirra og margir eru veiddir af tilviljun meðan veiðar á öðrum tegundum er fleygt á sjó. Aflinn var fyrst og fremst seldur sem dýrafæði fyrir minkabú. Síðan seint á sjöunda áratugnum hefur tannkoli verið notaðar til manneldis. Tannkoli finnst frá austur Bering Sea til San Pedro, Suður-Kaliforníu. Hann finnst bæði í norður og suður af Alaska Peninsula og Aleutian Islands. Tannkoli getur lifað í um 18-950 m dýpi í sjó í -1,43°-8,66° heitum sjó, hann lifir oftast yfir sandi yfir sumarið og fellur oft í félagsskap við kyrrahafslúðu við dýpi neðar en 50 m.

Tannkoli er veiddur í botnvörpu. Botnvarpa er eitt af mikilvægustu veiðarfærum sem notuð eru á Íslandsmiðum.

http://oregonfishinginfo.com/Arrowtooth%20Flounder.html Skoðað 12.febrúar 2018

https://en.wikipedia.org/wiki/Arrowtooth_flounder Skoðað 13.febrúar 2018

http://www.fishbase.org/summary/517 Skoðað 14.febrúar 2018

https://wdfw.wa.gov/fishing/bottomfish/identification/flatfish/a_stomias.html Skoðað 14.febrúar 2018

https://www.pcouncil.org/wp-content/uploads/2017/12/2017_Arrowtooth_Flounder_Update-20Dec2017.pdf Skoðað 16.febrúar 2018

http://www.grv.is/skrar/file/lokaverkefni-10-bekkur/sjomennska-og-fiskitegundir.pdf Skoðað 20.febrúar 2018