Notandi:Ástasól/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frankfurtskólinn[breyta | breyta frumkóða]

Frankfurtskólinn var upphaflega stofnaður í Þýskalandi 3. febrúar árið 1923 af Marxistum hugsuðum.

Skólinn er en starfandi í dag í Frankfurt í Þýskalandi. Fyrsta árið fór starfsemi skólans fram undir beinagrindum hvala í Senckenberg náttúrufræðisafninu. Sama ár hófst bygging nýrrar 5 hæða byggingar sem hýsa átti skólann og lauk með formlegri opnun skólans 3. febrúar 1924. Stofnendur skólans fluttu sig um set þegar Hitler náði völdum í síðari heimstyrjöldinni en árið 1933 var skólinn um tíma hýstur í Geneva og árið 1935 í Columbia háskólanum í New York. Árið 1949 var hann svo fluttur aftur til Frankfurt.

Skólinn var hugmynd Félix Weil sem vildi koma á fót rannsóknarstofnun þar sem helsta markmiðið væri að þróa hugmyndir Marx. Weil fæddist árið 1898 í Buenos Aires þar sem faðir hans Hermans Weil starfaði við kornútflutning til Evrópu og var því efnaður maður. Níu ára gamall var Weil sendur til náms í Frankfúrt þar sem hann kynntist skrifum Karls Marx. Ungur maður hóf hann að fjármagna róttæka viðburði í tengslum við kenningar Marx. Á einum af þessum viðburðum kynntist hann þeim Fridrich Pollock og Max Horkheimer sem seinna urðu helstu hugsuðir skólans. Pollock og Horkheimer studdu Felix Weil í stofnun skólans og úr varð að hann var stofnaður með fjármagni frá föður Weil.

Critical Theory[breyta | breyta frumkóða]

Margir af meðlimum skólans voru meðal merkustu fræðimanna 20. aldarinnar. Fræðimönnum eins og Theodor Adorno, Walter Benjamín, Max Horheimer og Herbert Marcuse og fleiri, sem lögðu grunnin af og þróuðu félagslegar kenningar um nútíma samfélag. Þessir hugsuðir voru óneitanlega undir áhrifum Karls Marx, þeir endurhugsuðu kenningar hans um óstöðugleika kapítalismans, til að skilja þá þróun sem var að eiga sér stað á þessum tíma í samfélaginu. Þeim var sérstaklega litið til þeirrar þróunar sem átti sér stað í framleiðslu og neysluháttum fólks, þá þróun í átt að fjöldaframleiðslu og neyslubyltingu sem þeim fannst vera að ræna fólk sálinni. Þeim fannst þessi máttur menningariðnaðarins óyfirstíganleg afl og ein af meginástæðu þess að bylting Marx hefði ekki átt sér stað og gæti ekki átt sér stað. Flestar rannsóknir dagsins í dag á neyslusamfélaginu eiga sér uppruna til fræðimanna Frankfurtskólans.

Heimildir:

Encyclopedia. (án dags.). The Frankfurt School and Critical Theory. Sótt 20. janúar 2016 frá www.iep.utm.edu: http://www.iep.utm.edu/frankfur/

Jay, M. (1973). The dialectiacal imagination, a history of the Frankfurst school and the institute of social research 1923-1950. Berkely: University of California Press. Sótt 20. January 2016 frá https://books.google.is/books?hl=en&lr=&id=tTyHOxeCiG4C&oi=fnd&pg=PP2&dq=Frankfurt+school&ots=fTNl9mg6b9&sig=K9LVVuwuA-9rfVsGqbj-ea89gcw&redir_esc=y#v=onepage&q=Frankfurt%20school&f=false