Norddeutscher Rundfunk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norddeutscher Rundfunk (NDR) er sameiginlegt ríkisútvarp fyrir þýsku fylkin Hamborg, Slésvík-Holsetaland, Mecklenborg -Vorpommern og Neðra-Saxland. Höfuðstöðvar NDR eru í Hamborg. NDR varð til árið 1954 þegar Nordwestdeutscher Rundfunk (NWDR) var lagt niður og úr urðu NDR og Westdeutscher Rundfunk (WDR) fyrir fylkið Norðurrín-Vestfalíu. NDR hóf útsendingar þann 1. apríl árið 1956. Stofnunin er hluti af aðal ríkismiðli Þýskalands ( ARD). Elsti útvarpsþáttur í heimi sem er enn þá til er á dagskrá stöðvarinnar NDR 90,3 sem er stöð fyrir Hamborg. Þátturinn var frumfluttur árið 1929 og er á dagskrá á sunnudagsmorgnum frá klukkan 6 til 8. Þættirnir heita Hamburger Hafenkonzert.

Verksvið

Dagskrá NDR á að mennta fólkið á svæðinu, veita því upplýsingar og ráð, skemmta því og ekki síst bjóða upp á dagskrá tengdri menningu. Einnig á stofnunin að taka tillit til þess fjölbreytta mannlífs sem þar er að finna og þeirra mállýskna sem þar eru talaðar. Þess vegna á NDR að bjóða upp á sér dagskrá fyrir öll fjögur fylkin. Þetta er tryggt í samningi sem kallast NDR - Staatsvertrag. Samkvæmt honum má fylkið Bremen ganga til liðs við NDR. Það hefur hins vegar ekki enn þá ekki gerst þar sem að það fylki rekur sitt eigið ríkisútvarp sem Kallast Radio Bremen.