Norðragøta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðragøta.
Staðsetning.
Eivör við Blásastovu.

Norðragøta eða Gøta er þéttbýlisstaður á Austurey í Færeyjum. Íbúar eru 614 (2015). Bærinn er rétt austur af nágrannabyggðunum Syðrugøta og Við Gøtugjógv. Byggðarsafnið Gøtu Fornminnisavn sem inniheldur gamla húsið Blásastovu er í bænum. Viðarkirkja bæjarins er frá árinu 1833.

Knattspyrnufélagið Víkingur Gøta hefur aðstöðu í bænum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Norðragøta“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. apríl 2017.