Niðurgangur
Útlit
Niðurgangur (stundum kallað ræpa) er þunnar og vatnskenndar hægðir. Niðurgangur er ósjaldan af völdum veiru- eða bakteríusýkinga, en getur einnig verið merki um ofnæmi, vannæringu eða bara tilfallandi eins og t.d. að áfengi dragi til sín vatn úr líkamanum sem veldur niðurgangi.[1][2]
Alvarlegur bráðaniðurgangur er algeng dánarorsök í þróunarlöndum og veldur stórfelldum ungbarnadauða á heimsvísu.[3]
Niðurgangur á íslensku
[breyta | breyta frumkóða]Til eru fjölmörg orð og orðasambönd sem höfð hafa verið um niðurgang á íslensku. Mætti þar t.d. nefna: búkhlaup, drulla, hlessingur, lífsýki, lækjarkata eða lækjar-katrín, puðra, pula, ræpa, skita, skota, skrulla, steinsmuga, þunnlífi og þúfnalúra.[4]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Niðurgangur hjá fullorðnum“. Heilsuvera. Sótt 22. október 2024.
- ↑ „Niðurgangur af völdum bakteríunnar Clostridium difficile“ (PDF).
- ↑ Ulrika Andersson; Ólafur Páll Jónsson (20. desember 2021). „Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?“. Vísindavefurinn. Sótt 22. október 2024.
- ↑ „Íslenskt orðanet“. ordanet.arnastofnun.is. Sótt 22. október 2024.