Nippiltöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nippiltangir—einnig þekktar sem vatnspumputangir—eru stillanleg tangir. Þær eru með rifflaða kjálka sem hallast oftast um 45 til 60 gráður út frá handfanginu. Hægt er að færa neðri kjálkann á milli nokkurra þrepa með því að renna honum til og frá þegar töngin er alveg opin. Kosturinn við þessa hönnun er sá að hægt er að hafa nokkrar stærðir á tönginni án þess að fjarlægðin á milli handfanganna aukist. Þessar tangir eru oftast með löng handföng—oftast 24 til 30 cm löng—til að auka vogaraflið.[1][2][3]

Nippiltangir eru oft notaðar til að skrúfa bolta og rær og halda þeim, halda óreglulegum hlutum og til að klemma ýmis konar efni.

Lögun þessara tanga var fundin upp af Champion–DeArment Tool Company árið 1934 og urðu þekktar undir nafninu Channellock (sem fyrirtækið tók svo upp sem nafn síðar)[4] en eru núna framleiddar af mörgum öðrum framleiðendum.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. US2592927A Adjustable pliers
  2. US4890519A Adjustable pliers
  3. „Common Maintenance Tools and Their Use: Water-Pump Pliers and Groove-Joint Pliers“. Aviation Boatswains Mate E - Aviation theories and other practices. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2011. Sótt 29. mars 2010.
  4. US1950362A Tool