New York-háskóli
Útlit
(Endurbeint frá New York University)
New York-háskóli (e. New York University eða NYU) er einkarekinn rannsóknarháskóli í New York-borg. Megin háskólasvæðið er í Greenwich Village á Manhattan. Skólinn var stofnaður árið 1831 og er stærsti einkarekni háskóli Bandaríkjanna með yfir 50 þúsund nemendur. Við skólann kenna 6755 háskólakennarar en starfsfólk skólans er á sextánda þúsund. Háskólasjóður NYU nemur 2,5 milljörðum Bandaríkjadala.
Einkunnarorð skólans eru perstare et praestare sem er latína og þýðir „varðveita og skara fram úr“.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist New York-háskóla.